197. - Bifröst og Keflavíkurflugvöllur

"Er ţađ hér sem Jói Fel fer í bađ?" spyr Siggi Sigurjóns í kvenmannsgerfinu sínu.

Ég man ađ mér ţótti ţessi auglýsing meinfyndin í fyrsta skipti sem ég sá hana. Fram ađ ţví hafđi ég alls ekki leitt hugann ađ neinu kynferđislegu í sambandi viđ Jóa Fel. Reyndar var ég alinn upp viđ ţađ ađ kvenfólk hefđi engar kynferđislegar langanir. Sá var ađ minnsta kosti skilningur minn, á fyrstu táningsárunum, ţó kannski hafi ţađ aldrei beinlínis veriđ sagt viđ mig eđa komiđ fram međ beinum hćtti í námsefni viđ skólann.

Ţegar ţađ lá ljóst fyrir ađ bandaríski herinn mundi fara frá Íslandi komu stjórnmálamenn og ýmsir ađrir fram í fjölmiđlum og međal annars var rćtt um hvađ gera skyldi viđ fasteignir á svćđinu. Eitt virtust allir sem tjáđu sig um ţetta mál vera sammála um. Ekki kćmi til greina ađ selja ţessar fasteignir á opnum markađi. Ekki ţurfti ađ fćra nein rök fyrir ţví, allir virtust gera ráđ fyrir ađ sjálfsagt vćri ađ gera eitthvađ stórfenglegt viđ ţetta góss. Mér fannst ţó ađ eina vitiđ vćri ađ selja ţessar fasteignir sem fyrst, helst til sem flestra. Ţví var haldiđ fram af einhverjum ađ ţađ mundi skemma svo fyrir fasteignasölum.

Nú er ţađ komiđ á daginn ađ pólitík er hlaupin í máliđ. Eitt félag selur öđru 1700 íbúđir og gefur mjög ríflegan afslátt. Sumir verđa fúlir, ţví ţeir misstu af ţví ađ ná sér í smá spillingu sjálfir.

Fyrri veturinn minn á Bifröst var Hróar Björnsson útivistarkennari ţar en Vilhjálmur Einarsson tók viđ starfinu seinni veturinn. Sumariđ á milli vann ég í útibúi Kaupfélags Árnesinga í Hveragerđi. Vilhjálmur Einarsson og Höskuldur Gođi Karlsson voru međ sumarbúđir fyrir börn ţađ sumar í Hveragerđi. Ţeir versluđu dálítiđ viđ mig í Kaupfélaginu og ég man ađ eitt sinn útvegađi ég Vilhjálmi ţónokkur kíló af kartöflum í kartöfluleysi miklu sem ţá gekk yfir landiđ. Ţađ var ţetta sumar sem Vilhjálmur jafnađi gildandi heimsmet í ţrístökki međ ţví ađ stökkva 16,70 metra.

Ţegar ég var á Bifröst var knattspyrnuvöllur niđur viđ Glanna og auđvitađ var Vilhjálmur oft ţar. Ţar var líka ađstađa fyrir ýmsar ađrar íţróttir og eitt sinn skömmu eftir ađ skólinn hófst var ég ţar ađ ćfa hástökk ásamt einhverjum öđrum. Vilhjálmur kom ađ og spurđi hvort viđ vćrum bestu hástökkvarar skólans og fannst eflaust lítiđ til hćđarinnar koma. Seinna um veturinn sá ég svo Vilhjálm og fleiri stökkva miklu hćrra í hástökki án atrennu innanhúss en viđ komumst međ langri atrennu utanhúss.

Strangt tiltekiđ tilheyrđi ég svokölluđu antisportistafélagi. Antisportistar stunduđu oft göngur í útivistartímum í stađ íţrótta. Á tímabili var vinsćlt ađ fara í gönguferđir upp í Leopoldville sem kallađ var. Til ţeirrar nafngiftar lágu einkum tvćr ástćđur. Kongó var mikiđ í fréttum á ţessum tíma og svo var Fúsi vert hćttur međ Hređavatnsskála og Leopold nokkur tekinn viđ.

Fyrir kom ţó ađ ég tćki ţátt í íţróttum. Til dćmis man ég eftir ađ hafa tekiđ ţátt í bekkjakeppni í knattspyrnu á svelluđum og snjóugum velli og svo var ég í sundliđi skólans og skákliđi einnig.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Hreiđar

Ţegar viđ blasti ađ mikiđ íbúđahúsnćđi myndi losna á fyrrum varnarliđssvćđi í Keflavík var um ţađ talađ međ blandi af andagt og fyrirlitningu ađ ţar vćri allt vađandi í kakkalökkum og ţorpiđ jafnvel uppnefnd Cockroach Camp. -- Eftir ađ fólk fór ađ búa í ţessu húsnćđi (međ stórhćttulegum raflögnum auk hćttunnar á kakkalökkum) hefur ekkert af ţeim heyrst. -- Gaman vćri ađ vita hvort ţeir eru ţarna ennţá eđa hvort ţetta stendur bara undir hinu göfuga nafni Knowledge Camp.

Sigurđur Hreiđar, 10.12.2007 kl. 08:59

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband