194. - Bćjarsjóđur Kópavogs

Mikiđ er linkađ í frétt mbl.is um símahrekk Vífils.

Ţađ er ein af sérviskum mínum ađ linka ekki í fréttir á mbl.is. Ţađ var lengi vel önnur sérviska hjá mér ađ nota ekki fyrirsagnir. Nú er ég farinn til ţess. Kannski fer fyrrnefnda sérviskan einhvern tíma sömu leiđ.

Ekki fer hjá ţví ađ ţetta framtak Vífils vekur talsverđa athygli. Einhvers stađar sá ég ţađ haft eftir honum ađ ţađ vćri greinilega ekki hćgt ađ treysta Hvíta Húsinu, ţví hann hefđi sagt ađ símanúmer sitt vćri leyninúmer og ekki mćtti segja neinum frá ţví. Ţetta finnst mér ţunn og vesćl afsökun. Símahrekkir geta oft veriđ fyndnir og afhjúpa stundum alvarlegar gloppur, en ađ öđru leyti finnst mér ţetta ekki sérstaklega merkilegt.

Einhverjir fjölvitringar á fréttamiđlum ţóttust reikna ţađ út um daginn ađ ţađ ađ ganga ákveđna vegalengd losađi meira magn af gróđurhúsalofttegundum en ef sama vegalengd vćri ekin. Ekki nóg međ ađ ţađ megi helst ekki éta annađ en kál og gras, nú má ekki heldur ganga. Ja, ţađ er orđiđ vandlifađ í veröldinni.

Um daginn fékk ég tvćr tilkynningu frá Landsbankanum um ađ kröfur hefđu ekki veriđ greiddar og ţessvegna veriđ endursendar. Ţetta voru kröfur frá Bćjarsjóđi Kópavogs. Örugglega vegna fasteignagjalda. Ekki var neitt um ţessar rukkanir ađ finna í heimabankanum svo ég tók tilkynningarnar međ mér nćst ţegar ég ţurfti ađ fara í útibú Landsbankans fyrir ofan gjána miklu. Ţar skođađi ţjónustufulltrúi bréfin tvö og fletti upp á einhverju í tölvunni hjá sér og sagđi ađ ég ţyrfti engar áhyggjur ađ hafa af ţessu, ţví kröfurnar hefđu veriđ greiddar 4. september.

Ég er nú svo tortrygginn ađ ég ákvađ samt ađ hringja í Bćjarsjóđ Kópavogs og ganga úr skugga um ađ ég vćri ekki í einhverri skömm ţar. Símaskrár er ađ mestu hćtt ađ nota á mínu heimili, svo ég leitađi bara á simaskra.is sem oftast reynist mér nokkuđ vel. En ekki í ţetta sinn.

Fyrst prófađi ég ađ slá inn "Bćjarsjóđur Kópavogs". Ţađ bar engan árangur. Nćst prófađi ég "Kópavogur". Ekki var ţađ betra. Ţá prófađi ég ađ gúgla ţetta. Upp kom eitthvađ um ársreikninga og ţess háttar sem ég hafđi lítinn áhuga á. Ţá var nćst ađ prófa "Kópavogskaupstađur" Ţá fékk ég upp eitthvađ um Sýslumanninn í Kópavogi og Tónlistarskóla Kópavogs. Ekki nákvćmlega ţađ sem ég var ađ leita ađ. Nú prófađi ég ađ slá einfaldlega kopavogur.is inn í vafrann. Jú, vissulega fékk ég ýmsar upplýsingar ţar, en ekkert sá ég um símanúmer hjá Bćjarsjóđi Kópavogs.

Nú leist mér ekki orđiđ á blikuna, en fékk allt í einu hugljómun og skođađi betur bréfiđ frá Landsbankanum. Ţar stóđ ađ eigandi kröfunnar vćri Kópavogsbćr. Ţegar ég sló ţađ orđ síđan inn á leitarvef símaskrárinnar fékk ég alveg óvćnt símanúmer sem ég gat notađ. Ţar fékk ég sömu svör og í bankanum. Kröfurnar hefđu veriđ greiddar 4. september og ég ţyrfti ekki ađ hafa neinar áhyggjur af ţessu. Nú get ég semsagt veriđ alveg rólegur ţangađ til einhverjir menn koma til ađ taka lögtak fyrir ţessum ógreiddu kröfum. Já, ég er svona svartsýnn.

Í sjónvarpinu í kvöld var frétt um eitthvađ sem var veriđ ađ gera í einhverjum skóla. Síđan var sagt: "Viđ litum viđ í skólanum í dag." Greinilegt var ađ átt var viđ ađ ţangađ hefđi veriđ fariđ. Myndir voru sýndar ţađan og ekki ađ sjá ađ neinn hefđi litiđ viđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband