5.12.2007 | 01:38
192. - Jólastress, klór og Hannes
Þessi söngur einnkennist af því að einhver sem segist vera alveg óstressaður fær til sín í viðtal annan jafnóstressaðan og svo hneykslast þeir/þær/þau alveg niður í rass á þeim sem sagt er að séu helteknir af jólastressi. Tala um hvað flestir aðrir séu mikið á þönum fyrir jólin og þurfi að gera allt og klára allt, baka tíu sortir, kaupa ótal gjafir, breyta og bæta, innrétta, mála og þrífa en bara ekki þau. Mér finnst þetta með afbrigðum lélegt fjölmiðlaefni. Ef fólk vill vera stressað fyrir jólin, má það bara vera það fyrir mér.
Ásgerður Jóna Flosadóttir er með fasta þætti á útvarpi Sögu og um daginn heyrði ég byrjunina á einum þætti hjá henni. Aðallega held ég að hún sé í þessum þáttum að útdeila alskyns dóti í auglýsingaskyni. Látum það vera. Í þessum þætti sem ég hlustaði á upphafið af var hún að segja frá einhverri bók sem nýlega væri komin út. Þessi bók væri tvímælalaust sú almerkasta sem skrifuð hefði verið og þyrfti nauðsynlega að vera til á hverju einasta heimili. Fleiri orð hafði hún um ótvíræða yfirburði þessarar bókar yfir aðrar slíkar og á endanum langaði mig auðvitað að vita hvaða bók þetta væri eiginlega. Ekki sagði hún nærri strax hvað bókin héti en að því kom þó að lokum eftir lofgerð langa og mikla.
Vonbrigði mín voru talsverð þegar í ljós koma að þarna var bara um enn eina sjálfshjálparbókina að ræða. Ég man ekki einusinni nafnið á henni. Ég veit ekki betur en sjálfshjálparbækur séu gefnar út í miklu magni á hverju ári bæði hér á Íslandi og annars staðar.
Sagt var frá því í fréttum áðan að klór hefði farið út í Varmá frá Sundlauginni í Laugaskarði. Einu sinni var vinsælt að veiða í Varmá, einkum í hyljunum við Reykjafoss. Sennilega er það ekki lengur stundað. Varmáin hefur orðið fyrir mörgun kárínum í tímans rás. Einu sinni voru boraðar háhitaholur þónokkrar inn við Reykjakot og þar í kring. Ein þeirra var eitt sinn látin blása beint í ána. Við það drapst allur fiskur í ánni a.m.k. niðurundir Velli. Ullarverksmiðjan skammt fyrir neðan Hamarinn sem byggð var um svipað leyti og holurnar hjá Reykjakoti voru boraðar, lagði stundum til skrautleg litarefni í ána og fleira ógott. Allt skólp frá Hveragerði fór líka að sjálfsögðu í hana og gerir kannski enn. Nútildags hlýtur það samt að vera hreinsað eitthvað fyrst.
"Undarleg ósköp að deyja." Þetta man ég að ég las einhverntíma í ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Pétur Blöndal blaðamaður við Morgunblaðið, sem er allt annar Pétur Blöndal en alþingismaðurinn sem sífellt er að flækjast í sjónvörpunum okkar, er nú fyrir þessi jól að gefa út sína fyrstu bók. Það er viðtalsbók með viðtölum við skáld og rithöfunda. Ég hjó eftir því að Hannes Pétursson er þar meðal viðmælenda. Lítið hefur farið fyrir Hannesi Péturssyni undanfarin ár og eflaust er hann farinn að eldast nokkuð. Það breytir því þó ekki að endur fyrir löngu las ég af áhuga bæði ljóð og laust mál eftir hann. Einkum minnir mig að hann hafi skrifað í lausu máli um þjóðlegan fróðleik. Ef mig misminnir ekki er það eftirminnilegasta sem ég hef lesið um þá Reynistaðabræður eftir Hannes.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 5.12.2007 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.