179. blogg

Harpa Hreinsdóttir er einu sinni enn lent í deilum á blogginu sínu.

Ég ætla ekkert að skipta mér af þeim, en tek eftir því að eitt af því sem deilt er um er rétturinn til þess að nota það efni sem maður finnur á Netinu. Margir gera það og finnst það ekkert tiltökumál. Í deilu Hörpu og Ásgeirs er deilt um djúpkrækjur og aðrar krækjur. Ég fullyrði að margir þekkja ekki muninn og gera ekki einu sinni greinarmun á því hvort krækt er eða dánlódað. Sé krækt má alltaf búast við að krækjan sæki eitthvað allt annað en til stóð að birta. Hugverkum er stolið miskunnarlaust á degi hverjum. Torrent.is hefur nú verið stöðvað en líklegt er að aðrar slíkar veitur spretti upp fljótlega. Kannski dregur samt verulega úr magni íslensks efnis sem boðið er.

Fullyrt hefur verið í fréttum að félagar í torrent.is séu 26 þúsund. Það finnst mér vera gríðarlega há tala. Nýjar veitur ná varla svo mikilli útbreiðslu á stuttum tíma. Margir eru hissa á því að svona lagað geti þrifist. Veitur á borð við torrent.is eru algengar víða um heim og eru ekki að dreifa ólöglegu efni. Þær gefa hinsvegar þeim sem vilja dreifa efni ólöglega færi á að gera það með auðveldum og einföldum hætti. En auðvitað er líka verið að gefa þeim færi á dreifa efni sem hafa fyllsta rétt til þess. Bókasöfn dreifa bókum með ódýrum og einföldum hætti og hafa til þess fyllsta rétt. Það er ekki nóg að þeim sem vill dreifa kvikmyndum eða öðru efni finnist að það sama eigi að gilda um það eins og um bækur, það gerir það bara alls ekki.

Eftir því sem fram kemur í deilum Hörpu og Ásgeirs hefur hún breytt fyrirsögn sinni og það er slæmt. Mér finnst að ekki eigi að breyta bloggum eftirá. Þar með er verið að gefa þeim sem fyrst lesa aðra mynd en þeim sem seinna  koma. Mér finnst einfaldlega að allir lesendur eigi að sitja við sama borð að þessu leyti. Auðvitað er eðlilegt að leiðrétta augljósar villur en ef merkingu og innihaldi er breitt að einhverju marki, þarf að geta þess.

Sverrir Hermannsson segir Finn Ingólfsson ljúga. Gaman að vita hvernig þeirri deilu lýkur. Ekki ljúga báðir - eða jú annars, það finnst mér líklegast. Svandís Svavarsdóttir er búin að semja við Orkuveituna. Einkennilegt að báðir aðilar telji það sér til framdráttar, að ekki liggi fyrir  álit dómstóla á þessu máli.

Þetta er merkileg mynd og því miður þekki ég alls ekki alla á henni. Fremst sitja talið frá vinstri óþekktur, Skafti Ottesen og Björgvin Bjarnason að ég held. Miðröð frá vinstri sonur Aage Michelsen heitir líklega Ari eða Atli. Þá Már Michelsen og næst Vignir Bjarnason. Þá Ingvar Christiansen sonur Lauritz Christiansen garyrkjubónda. Ég veit ekki hverjir eru í öftustu röð en lengst til vinstri gæti verið Lárus Kristjánsson. Húsið til vinstri er Varmilækur og hægra megin er íbúðarhús og verslun Halldórs Gunnlaugssonar.

 

Hér heldur Björgvin á Bjössa. Þessi mynd er eins og margar aðrar tekin á tröppunum á Hveramörk 6.

 

 

 

 

 

Hér erum við 5 systkinin. Lengst til vinstri er Vignir, þá Björgvin, Sigrún, ég sjálfur og Ingibjörg. Þarna höfum við sennilega verið á túnblettinum framan við húsið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband