23.10.2007 | 00:58
151. blogg
Nú er mánudagseftirmiðdagur og ég er að fara að vinna í kvöld og ætti eftir kerfinu ekki að vera í vandræðum með að finna tíma til skrifta. Sjáum til.
Ekki er það mjög margt sem mér dettur í hug akkúrat núna en kannski leggst mér eitthvað til.
Sigurður Hreiðar vill einangra umræðuna um samkynhneigða, sem grasserar um allt núna, við íslenskuna og hvort talað er um hjón eða ekki hjón. Ég er hræddur um að miklu meira hangi á spýtunni. Mér er minnisstætt hve hatrömm baráttan gegn því að tala um kynvillu var á sínum tíma. Hugmyndaheimur fólks stjórnast mikið af tungumálinu. Áhrif tungumálsins á lagasetningu eru vanmetin.
Ég er hræddur um að samkynhneigðir verði ekki ánægðir með að það megi gefa þá saman í kirkjum og allt en bara ekki kalla þá hjón. Kirkjan skiptir líka máli í þessu öllu saman. Hvað starfsmenn hennar og þeir sem reglulega sækja messu vilja, skiptir miklu máli. Eðlilegast er að kirkjuþing ráði þessu. Nú hótar biskupinn því að kirkjunnar menn hætti bara að gefa fólk saman í hjónaband ef ætlast verður til slíks af þeim varðandi samkynhneigð pör.
Allt er þetta mál með talsverðum ólíkindum. Mannréttindi blandast í þetta ásamt trúarskoðunum og umræðan virðist ætla að verða enn illvígari en þegar ráðist var á kynvilluna. Þetta snertir mun meira trúarskoðanir fólks en önnur lífsgildi og ætti að vera vatn á myllu þeirra sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju.
Hér fer á eftir brandari sem mér þótti einu sinni meinfyndinn. Þetta gerist í Danmörku. Kona ein er allsnakin í sólbaði og hefur hundinn sinn hjá sér. Hundurinn heitir Saadan noget og stingur allt í einu af og hverfur. Konan flýtir sér að fara að leita hans og grípur það sem hún heldur vera spegil og bregður fyrir versta stað. Hún hittir fljótlega nágranna sinn og segir:
Har De set saadan noget?"
Ja, men ikke í ramme för," segir nágranninn og getur ekki stillt sig um að stara á konuna.
Afar einkennilegt mál er komið upp varðandi knattspyrnumann ársins meðal kvenna. Þjálfari Vals virðist hafa komið þessu af stað með því að ljá máls á því að ræða þetta við íþróttafréttamenn. Hefði hún ekki gert það væri þetta sennilega ennþá bara kjaftasaga. Þjálfarinn á því að víkja og hefði verið nær að þegja. Ef fólk sem á kosningarétt í svona kosningu má ekki ræða saman verður að gera því það ljóst og framfylgja því. Ég er ansi hræddur um að eitthvað sem hugsanlega mætti kalla samantekin ráð hafi komið fyrir áður við svipaðar kringumstæður.
Sagt er að milljarður króna eða svo sparist við það að skipta um kúakyn. Ég er samt ekki viss um að það borgi sig þegar á allt er litið. Milljarður er ekki mikið. Menn eru miklu vanari hærri tölum. Hvað yrði um hið íslenska kúakyn ef skipt væri. Hér vil ég að íhaldssemin ráði. Auk þess sem íslenska kýrin er bara talsvert myndarleg, a.m.k. beljuleg.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Sammála þér með íslenska kúakynið.... að halda í það sem við höfum og breyta engu. Íslensk mjólk úr íslenskri kú sem baular á íslensku..... það er mín skoðun í hnotskurn.
Anna Einarsdóttir, 23.10.2007 kl. 20:18
Ég má til með að gera athugasemd, ágæti bloggvinur, og mælast til að þú lesir betur bloggið mitt. Ég vil ekki einangra umræðuna um samkynhneigða við íslenskt mál en það er vissulega innlegg í umræðuna að málskilningi sé ekki umturnað til að þóknast einhverjum minnihlutahóp.
Mér er einkum tvennt í huga: að þeir sem vilja vera öðru vísi fái að vera það í friði og láti þá líka aðra í friði en séu ekki að nugga sínum öðruvísiheitum utan í þá seint og snemma -- og að maður megi hafa skoðun á málefnum minnihlutahópa án þess að það sé kallað fordómar og rangsleitni.
Með kveðju í Hveragerði
Sigurður Hreiðar, 23.10.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.