12.10.2007 | 02:47
140. blogg
Annað hefur nú komið í ljós og sýnir það bara að ég hef ekkert vit á þessu. Ég vona samt að nýji meirihlutinn verði farsæll og dreg þá skoðun mína ekkert til baka að Svandís Svavarsdóttir komi til með að græða mest á þessum atburðum öllum þegar tímar líða og Björn Ingi hugsanlega líka.
Dagurinn í dag er tíðindamikill. Að meirhluti springi í Reykjavík er alveg nýtt. Segja má að nýji meirihlutinn sé R-listinn endurvakinn. Ég er ekki vanur að fjölyrða mikið um pólitísk efni og held bara að ég taki ekkert upp á því núna.
Einu sinni fór ég í leitir með þeim Borgarmönnum þegar ég var vestur á Snæfellsnesi. Mig minnir að þeir hafi kallað þetta leitir eða göngur en mér fannst þetta nú ekki vera nema rúmlega það að smala heimalandið.
Hvað um það. Snemma var farið af stað og stefnan tekin í átt að Ljósufjöllum. Ég man ekki hve margir fóru í þessa ferð en ætli það hafi ekki verið uppundir tíu manns. Allir voru gangandi nema Dóri á Minni-Borg, hann var ríðandi.
Þegar komið var upp að Ljósufjöllum var stefnt vestur með þeim og síðan smám saman sunnar og sunnar þangað til stefnt var beint á Langholtsrétt. Þegar þangað kom var klukkan rúmlega tólf á hádegi.
Mér er fátt minnisstætt úr þessari ferð nema þá helst það hvað Ási á Borg gat hóað listilega hátt og snjallt. Jafnvel rollurnar voru forviða og litu upp í spurn þegar þær heyrðu í honum þó þær hefðu ekki þóst heyra neitt í öðrum sem voru jafnvel miklu nær.
Þegar safnið var komið inn í réttina klukkan rúmlega tólf fóru menn að keppast við að draga og voru búnir að því um kaffileytið. Þá var farið heim og réttadagurinn búinn. Það fannst mér frekar lélegur réttadagur.
Þegar minnst er á Halldór á Minni-Borg dettur mér í hug önnur saga af honum. Einhvern tíma á þeim árum sem ég var á Vegamótum hækkaði verð á sykri upp úr öllu valdi. Í sveitinni tíðkaðist þá eins og margir vita að kaupa matvörur í heilum sekkjum. Þegar sykurverðið var í sem hæstum hæðum og hafði nýlega hækkað um næstum helming þurfti Dóri á Minni-Borg að fá sér sekk af sykri. Honum blöskraði verðið sem von var en gat alveg eins búist við enn frekari hækkunum og keypti því tvo sekki. Strax eftir þetta fór verðið á sykrinum að hríðfalla.
Subaruinn er búinn að vera í lamasessi undanfarna daga. Hann ákvað á mánudaginn að tími væri til kominn að starta ekki. Hann á vanda til þess að taka svona ákvarðanir en hefur hingað til alltaf látið sér segjast eftir dálítinn tíma. Nú ber hinsvegar svo við að það er sama hvað hann er dekstraður hann lætur sér ekki segjast. Það verður því að draga hann með illu á verkstæði og verður það væntanlega gert í kvöld. Þór Benediktsson hefur tekið það verk að sér og mun ásamt Benna væntanlega koma honum upp á Krókháls tíu í kvöld.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
-
Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
-
Egill Jóhannsson
-
Róslín A. Valdemarsdóttir
-
Salvör Kristjana Gissurardóttir
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Arnþór Helgason
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Lýður Pálsson
-
Einar Sveinbjörnsson
-
Gylfi Guðmundsson
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Villi Asgeirsson
-
Sigurður Þór Guðjónsson
-
Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
-
Egill Bjarnason
-
Jóhann Björnsson
-
Ólafur fannberg
-
TómasHa
-
Ágúst H Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Ragnheiður
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Kári Harðarson
-
Eiríkur Mörk Valsson
-
Ragnhildur Sverrisdóttir
-
Ridar T. Falls
-
Konráð Ragnarsson
-
Vefritid
-
Svanur Sigurbjörnsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Friðrik Þór Guðmundsson
-
Baldur Kristjánsson
-
Sveinn Ingi Lýðsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Pawel Bartoszek
-
Haukur Nikulásson
-
Bjarni Harðarson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
Ómar Ragnarsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
AK-72
-
Sigurður Ingi Kjartansson
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Púkinn
-
Lady Elín
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Jens Guð
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Hrannar Baldursson
-
Jón Bjarnason
-
Ár & síð
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jenný Anna Baldursdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Benedikt Henry Segura
-
Marinó G. Njálsson
-
Theódór Norðkvist
-
Jón Ingvar Jónsson
-
Gunnar Þórðarson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Heimir Tómasson
-
Guðmundur Pálsson
-
Ólafur Ragnarsson
-
gudni.is
-
Guðbjörn Guðbjörnsson
-
Lúðvík Júlíusson
-
G. Valdimar Valdemarsson
-
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
-
Gestur Gunnarsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Ylfa Mist Helgadóttir
-
Kristinn Theódórsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Evrópusamtökin, www.evropa.is
-
Lýður Árnason
-
Brattur
-
Marta B Helgadóttir
-
Hallmundur Kristinsson
-
Sigurður Hreiðar
-
Eyþór Árnason
-
Bergur Thorberg
-
kloi
-
Hjalti Tómasson
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Máni Ragnar Svansson
-
Emil Hannes Valgeirsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Torfi Kristján Stefánsson
-
Haukur Baukur
-
Sverrir Stormsker
-
Axel Jóhann Hallgrímsson
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Loopman
-
Einar B Bragason
-
Erna Bjarnadóttir
-
Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Gísli Tryggvason
-
Helgi Guðmundsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Þorsteinn Briem
-
Hjálmtýr V Heiðdal
-
Himmalingur
-
Ketill Sigurjónsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Bjarni Rúnar Einarsson
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Bókakaffið á Selfossi
-
Guðni Karl Harðarson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Hlynur Þór Magnússon
-
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
-
Marteinn Unnar Heiðarsson
-
Einar G. Harðarson
-
Bloggrýnirinn
-
kreppukallinn
-
Jack Daniel's
-
Guðjón Baldursson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Dóra litla
-
hilmar jónsson
-
Hörður B Hjartarson
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Arnþrúður Karlsdóttir
-
Baldur Hermannsson
-
Eygló
-
Finnur Bárðarson
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Loftslag.is
-
Jón Daníelsson
-
Elín Helga Egilsdóttir
-
Helga Þórðardóttir
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Leikhópurinn Lotta
-
Dúa
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Kama Sutra
-
Bjarni Kristjánsson
-
Kristinn Theódórsson
-
Blogblaster
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jóhanna Magnúsdóttir
-
Andspilling
-
Valmundur Valmundsson
-
Dingli
-
Kristinn Karl Brynjarsson
-
Sigurður Einarsson
-
Mathieu Grettir Skúlason
-
Árni Matthíasson
-
BookIceland
-
FORNLEIFUR
-
Guðbjörn Jónsson
-
Högni Snær Hauksson
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Skemmtileg færsla..... "jafnvel rollurnar voru forviða og litu upp í spurn".
Anna Einarsdóttir, 15.10.2007 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.