8.10.2007 | 18:29
136. blogg
Nú hljóta þeir Möllerinn og Marshallinn að gleðjast.
Komið nýtt og safaríkt hneykslismál sem allir þurfa að tjá sig um. Enginn hefur lengur áhuga á jafn smáskítlegu máli og Grímseyjarferjumálinu. Verðmiðinn á nýja málinu er líka 10 milljarðar, sem er mun hærra en var á ferjumálinu. Fjölmiðlarnir standa málþola og bíða eftir blaðamannafundum. Það er varla nokkurt mál svo ómerkilegt núorðið að ekki sé boðað til blaðamannafundar um það.
Horfði á hluta af þætti Evu Maríu í gærkvöldi þar sem hún talaði við Bjarna Ármannsson og auðvitað komst hann sæmilega frá þessu. Mér finnst samt að Ríkisútvarpið eigi ekki að vera að skipta sér af heitum málum með þessum hætti. Og lítið fannst mér leggjast fyrir Evu Maríu í þættinum. Hún þurfti meira að segja að hjálpa Bjarna við að koma orðum að hlutunum. Hann ætti nú að geta það sjálfur. Sannkallað drottningarviðtal.
Rafmagnsstóll kom hingað á heimilið fyrir nokkrum dögum. Hann er talsvert notaður og nýtur virðingar. Gestir fá sér gjarnan smá-salíbunu og líkar bara nokkuð vel. Óa þó og æja dálítið, en líkar samt ágætlega og fara gjarnan aftur og aftur í þetta pyndingatól. Margir kalla þetta nuddstól og það er eiginlega miklu meira réttnefni en hitt. Rafmangsstóll vekur rangar hugsanir þó réttnefni sé.
Ekki er komin mikil reynsla á þetta húsgagn, en auk alls annars getur hann hæglega þjónað sem sjónvarpsstóll. Ég er mest impóneraður yfir því hve fjölbreytt nuddið er. Hann getur bæði nuddað á ýmsum stöðum, allt frá hálsi til fóta og þar að auki nuddað með ýmsu móti, bæði hratt og hægt. Merkilegur gripur og auðvitað ekki ókeypis frekar en annað.
Þegar eitthvert þorskastríðið stóð yfir og Íslendingar kepptust við að klippa aftan úr breskum togurum stóðu samt einhverjar samningaviðræður fyrir dyrum. Spaugstofa þeirra tíma gerði grín að þessu þar sem Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra og Hannes frá Undirfelli (að mig minnir) sátu á skrifstofu ráðherrans og fengu símtal frá forsætisráðherra Bretlands. Eftir kurteisishjal í smátíma segir sá breski:
Will you cut?"
Ólafur: Ha, hvað segirðu?
Breski ráðherrann: (svolítið óþolinmóður) Will you cut?"
Ólafur: Nei, það held ég ekki. (snýr sér að Hannesi) Vilt þú kött?"
Einkennilegt hve margir sem ekki blogga hallmæla þeirri tómstundaiðju og segjast líta niður á hana. Ekki er þó annað að sjá en margir lesi þessi ósköp. Svo er upplagt að fara í fýlu ef einhver annar notar sama nafn og maður sjálfur í blogginu sínu.
Já, bloggið nýtur engrar virðingar og kannski má kenna Moggablogginu um það. Hér áður og fyrr voru bloggarar yfirleitt hálfgerðir nördar en nú er allskonar fólk farið að blogga. Samfélag bloggara sem myndast hefur hér á Moggablogginu er á margan hátt merkilegt. Meðan flestir aðrir bloggarar og svo auðvitað menningarelítan í heild sinni hallmæla þessu fyrirbrigði og vilja það feigt, blogga Moggabloggarar af hjartans lyst. Auðvitað er það slæmt að þeir sem þessu stjórna skuli vinna hjá Morgunblaðinu en við því er ekkert að gera. Einhver verður að eiga þetta, því það kostaði eflaust talsverða fyrirhöfn að koma þessu á laggirnar og mikilvægt er að hafa þetta ókeypis.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Mér finnst gott að skreppa í bloggheima stund og stund. Gaman að skreppa rúnt í bloggvinahópnum. Kemur þetta bara ekki í staðinn fyrir heimsóknir, sem eru að leggjast af í nútímanum? ( En það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir góða heimsókn!)
Eyþór Árnason, 8.10.2007 kl. 21:01
Frábært grín og gaman að fá svona upprifjanir úr æsku sem ég því miður man ekki sjálf eftir lengur, kannski langtímaminnið lagist með aldrinum á kostnað skammtímaminnisins.
Gíslína Erlendsdóttir, 8.10.2007 kl. 23:06
Ágætur pistill, Saemi, og sagan um tvítyngisskortinn minnir á ráðherrann sáluga sem á að hafa sagt I´m so sad that I could spring, eða ameríkanana sem festu bílaleigubíl sinn í snjó og hringdu í bílaleiguna til að kvarta undan þessu, en fengu þá svarið: jú´ve got tú ít it! ( eða -ýt it!).
Sigurður Hreiðar, 9.10.2007 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.