23.7.2007 | 02:46
80. blogg
Flestir viðurkenna núorðið að tölvuforrit séu betri í skák en bestu stórmeistarar. Jafnvel ódýr forrit sem hægt er að nota á hvaða sæmilegri tölvu sem er standa stórmeisturum á sporði. A.m.k. gera þau ekki stórfelld glappaskot, þó eflaust megi sitthvað segja um snilldina.
Á þessu móti var það Yngvi Björnsson sem bar hitann og þungann af undirbúningnum. Ég kynntist honum svolítið í sambandi við þetta mót því tvö af þeim skákforritum sem tóku þátt í því voru munaðarlaus.
Það er að segja: Eigendur þeirra eða forritarar gátu af ýmsum ástæðum ekki fylgt þeim til Reykjavíkur, en vildu samt sem áður að þau tækju þátt í mótinu og þess vegna þurfti að útvega menn sem gætu fært mennina fyrir þau og stjórnað skákklukkunni ásamt því að tala við skákstjórann þegar þess þurfti með.
Eftir ábendingu frá Bjarna syni mínum var ég beðinn að sjá um að stjórna öðru af þessum forritum. Reyndin varð þó sú að ég stjórnaði þeim til skiptis ásamt nokkrum öðrum.
Ætli ég hafi ekki setið við skákborðið í svona sex eða sjö umferðum af níu eða tíu. Ég man þetta ekki nákvæmlega, en áreiðanlega er þetta eina heimsmeistaramótið sem ég hef tekið þátt í.
Fram að þessu hefur verið talið að tölvuforrit væru vel til þess fallin að hjálpa skákmönnum. Í þessu tilfelli var hlutunum snúið við þar sem það voru tölvuforritin sem þurftu smáhjálp, sem reyndar tengdist bara ytri umgerð mótsins. Forritin sjálf sáu alfarið um að ákveða leikina.
Það hefur áreiðanlega kostað bæði fé og fyrirhöfn að fá þetta mót hingað til lands. Ástæðan fyrir því að Háskólinn í Reykjavík og Yngvi Björnsson lögðu það á sig að fá mótið til Íslands var einkum sú að við skólann voru og eru stundaðar markverðar rannsóknir á gervigreind.
Nú hefur það komið í ljós að þetta hefur ekki verið til einskis gert. Það var einmitt alveg nýlega sem skýrt var frá því í fréttum að tekist hefði að leysa gátuna um dammið, sem er talsvert einfaldari leikur en skák og áðurnefndur Yngvi Björnsson var einn af aðalhöfundum greinar þeirrar sem birtist um málið í þekktu vísindatímariti.
Reyndar er damm svo einfaldur leikur að margra áliti að það er ekki spennandi lengur að halda mót í dammi. Sú hefur þó ekki alltaf verið raunin, því ég man eftir því að fyrir allöngu síðan voru menn sem lögðu talsvert á sig við að spila þetta spil. Mót voru haldin og meistarar útnefndir.
Þó nú hafi tekist að sýna fram á hvernig spila skal damm held ég að talsvert langt sé í að það sama verði gert við skákina. Ég ímynda mér a.m.k. að hún sé töluvert flóknari en damm. Margir mundu eflaust segja að hún væri margfalt flóknari, en hvað veit ég. Mín vegna gæti verið búið að leysa gátuna um skákina eftir svona 20 - 50 ár.
Gaman væri ef Yngvi Björnsson eða einhverjir aðrir mundu skrifa grein um hvernig þetta altsaman var gert og um þetta tölvuforrit sem fann það út að með bestu spilamennsku er ekki hægt að vinna í dammi. Því hlýtur alltaf að ljúka með jafntefli, ef báðir aðilar leika ætíð besta leikinn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.