20.7.2007 | 01:52
79. blogg
Jæja, þá er Bjarni frændi minn Harðarson lentur í klónum á kjaftaskinum Össuri.
Ég sá viðtalið við Bjarna á Stöð 2 og datt strax í hug að vel mætti búast við athugasemdum við sumt af því sem hann sagði, en ég átti ekki von á þeirri dembu sem Össur sendir frá sér.
Mér finnst eins og Bjarna að svonalagað sæmi ekki ráðherra. Hann lætur eins og einhver andskotans bestía. En þetta er hans háttur. Auk þess að vera kjaftaskur þá er maðurinn ritfær í besta lagi.
Mér finnst Össur hafa breyst talsvert eftir að hann beið lægri hlut fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. Jafnvel að hann sé orðinn vandamál fyrir Samfylkinguna.
Ég er ekkert viss um að ágreiningur milli manna í þessu Valhallarmáli sé mikill. Þingvallanefnd er ekki hafin yfir gagnrýni og mörg vitleysan hefur þar verið gerð.
Starfsemi Netútgáfunnar sem ég stjórnaði ásamt Bjarna, Benna og Hafdísi hófst í janúar árið 1997. Ég man eftir því að á afmælisdag Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember árið áður var heilmikið húllumhæ og dagurinn kallaður "dagur íslenskrar tungu". Það munaði ekki miklu að okkur tækist að hefja starfsemina þá en það tókst þó ekki, svo það drógst fram í janúar 1997.
Það var Hafdís sem átti hugmyndina að Netútgáfunni og nafninu á henni. Upphaflega var hugmyndin sú að vinna að þessum málum í samvinnu við Ísmennt þar sem ég var félagi, en þá varð það fyrirtæki gjaldþrota og fékk því aðeins að halda áfram að eingöngu væri þar skólafólk. Björn Davíðsson sem þá stjórnaði Snerpu á Ísafirði leyfði mér að hafa skrár Netútgáfunnar á tölvu fyrirtækisins og þannig komst útgáfan á Netið.
Margs er að minnast frá þeim árum þegar starfsemi Netútgáfunnar stóð sem hæst. Lengi vel settum við alltaf eitthvert efni á vefsetur útgáfunnar í hverjum mánuði. Yfirleitt var það svo að Benni skannaði efni og ég las það yfir og leiðrétti, html-aði það síðan, sem við kölluðum, og setti svo með ftp-forriti á vefsetrið. Í þá daga þurfti að setja html merki handvirkt inn í textann og einnig þurfti ég í hverjum mánuði að breyta svo og svo mörgum menú-um sem voru í sérstökum skrám.
Það var síðan um haustið 2001, ef ég man rétt, sem starfsemi Netútgáfunnar lauk, ef svo má segja. Það hefur ekkert nýtt efni verið sett síðan þá, en að sjálfsögðu er efnið þarna ennþá og ég held að það sé eitthvað notað.
Margir kannast við Netútgáfuna og það er örugglega með því merkasta sem ég hef gert, að koma henni á laggirnar. Hún var þó auðvitað barn síns tíma og þó ég mundi gjarnan vilja taka þráðinn upp aftur, þá þyrfti mörgu að breyta þar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.