70. blogg

Skelfing er fjölmiðlavællinn leiðinlegur og fyrirsjáanlegur. Ef það er ekki Bjarni Guðjónsson og vafasamt mark þá er það einhver hundur á Akureyri. Mér finnst þeir bloggarar setja niður sem sífellt eru að linka í fréttir og skrifa varla um annað en það sem er í fréttum á mbl.is.

Það áhugaverðasta sem ég hef séð að undanförnu er ásökun "púka" (Friðriks Skúlasonar) á hendur Istorrent um þjófnað á hugbúnaði. Hann skrifar á bloggið sitt greinina "Istorrent glæpagengið" og það er fróðlegt að lesa þá grein og kommentin sem henni fylgja. Kannski skrifa fjölmiðlarnir eitthvað um þetta mál seinna meir.

Ég hef áhuga fyrir öllu sem tengist höfunarréttarmálum. Ég kynntist þessu svolítið þegar við vorum að gefa út efni á vegum Netútgáfunnar. Þessi hugmynd um að greiða fyrir eitthvað óefnislegt er sumum framandi en er þó undirstaða margs. Stórfyrirtæki hafa misnotað þetta og víða er svo komið að almenn andstaða er við græðgi þeirra.

Eðlilegt er að Friðriki Skúlasyni sárni að menn séu að stuðla að því hér á landi að hugverk hans séu afrituð án leyfis, en það skilst mér að hann sé að ásaka þá Ístorrent menn um. Samt er það svo að það ætti ekki að skipta máli hvort stolið er frá Íslendingi eða útlendingi.

Í vinnunni get ég ekki sett vefföng í bookmark. Það er eitthvað í kerfinu sem leyfir það ekki. Heima get ég þetta að sjálfsögðu en nú hefur mér dottið nýtt í hug. Ég set þau vefföng sem ég nota mikið bara undir ýmislegt á blogginu mínu. Þá geta þeir sem sem það lesa, líka séð hvert ég er vanur að fara á Netinu. Mest er nú samt gaman að skoða Moggabloggin bara svona óbundið og stefnulaust.

Hér er t.d. frábær setning sem ég fann áðan á flandri mínu um víðáttur Moggabloggsins:

"það getur verið fínt að búa þarna og alt í ameriskum stöðlum, en þá þarf að opna aftur Navy-Exchange búðina, svo maður getur kauft ameriska kaffivél."

Óborganlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband