3259 - Kári Stefánsson

Nú er ég búinn að setja sunnudagsbloggið á sinn stað og get snúið mér að mánudagsblogginu.

Flestir vilja tala eða skrifa sem mest um sjálfa sig, en kunna ekki almennilega við það. Næst á eftir koma eilífðarmálin. Það er að segja heimspekileg mál eða vísindaleg málefni eins og lífið eftir líkamsdauðann eða að kynnast lífi annars staðar. Hvortveggja byggist þetta á óvísindalegri trú og þessvegna er lítið rætt um þetta.

Í þriðja lagi er svo rætt um pólitík dagsins og þar taka margir til máls.

Mér leiðast aftur á móti pólitískir langhundar og reyni því að tala og skrifa um eitthvað annað. Nóg er til.

Hlustaði í kvöld á Stefán Einar Stefánsson ræða við Kára Stefánsson. Þar bar margt athyglisvert á góma þó ég hirði ekki um að nefna það allt. Seinna geri ég það kannski.

IMG 2832Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband