3258 - Veit ekki hvað ég á að kalla þetta

Nú er ég kominn í blogstuð og blogga nú eins og enginn sé morgundagurinn. Ætla að halda því áfram ef mér endist orka til þess. Tveir puttar eru samt ekki á við tvær hendur. Í dag er laugardagur og sennilega sendi ég þetta ekki frá mér fyrr en á morgun. Kannski er mér að batna. Hver veit nema ég sé að slrifa mig frá þessum aumingjaskap sem Coveitið hefur valdið.

Sjáum til.

Hef að undanförnu farið þrisvar í viku í dagdvöl á Höfða. Hef verið þar frá níu til eitt. Þar er ágætt að vera og talsverð breying frá því sem áður var.

Kannski segi ég meira frá minni upplifun af veikindunum sem ég hef áður lýst. En ekki núna. Nú er ég kominn í 15. sæti á vinsældalistanum á Moggablogginu, svo einhverjir virðast lesa þetta. Hef enga hugmynd um hverjir það geta verið.

IMG 2842Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband