3257 - Fjandi stendur þetta lengi

Nú er ég kominn á bragðið og kannski ég verði óstöðvandi úr þessu. Hver veit. Ekki ætla ég að halda aftur af mér. Kannski ég segi ykkur einhver deili á mér og fjalli eitthvað um þessi veikindi mín.

Semsagt skömmu fyrir jól 2022 veiktist ég hastarlega og var fluttur á sjúkrahúsið hér á Akranesi á aðfangadag. Þar versnaði mér frekar en hitt, er mér sagt, og var fluttur meðvitundarlaus til Reykjavíkur á gjörgæslu þar. Þar dvaldi ég svo í rúmlega 20 daga og fannst ýmislegt að mér og var mér vart hugað líf. Auk covid-19 og lugnabólgu var um blæðandi magasár og eitthvað fleira að ræða. Það var svo ekki fyrr en gerður var á mér                    barkaskurður að mér tók að batna svolítið.

Allt væri þetta gott og blessað, ef mér neilsaðist bærilega núna. En því er ekki að heilsa. Mér hefur sáralítið batnað á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þetta var. Kraftlaus er ég að mestu í fótunum ennþá, jafnvægið er úti á túni og fínhreyfingar í fingrunum eru farnar veg allrar veraldar. T.d. er ég alveg búinn að týna niður fingrasetingu á ritvél.

Hættur að sinni. Hugsanlega meira seinna.

IMG 2964Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband