3248 - Trump æsingaseggur og einangrunarsinni

Þó ég álíti mig talsvert vinstri sinnaðan, finnst mér ekki að allt hið illa sé hjá öfga-hægrinu og allt hið góða hjá góða fólkinu, eða villta vinstrinu. Allt er blanda af öllu.

Segja má að þeir sem bestir eru í báðum herbúðum ættu að sameinast um að horfa öðru hvoru á málin frá sjónarmiði andstæðingsins. Þá mundu deilurnar ekki verða eins hatrammar og annars. En hvað á að gera ef valdamesti maður heims reynir allt sem hann getur til að æsa menn upp? Ég efast ekki um að Trump gengur gott eitt til, en aðferðir hans eru eins rangar og þær geta verið.

Ég ætla ekki að fjölyrða mikið um þetta, en það er augljóst að þó sumir séu honum sammála um sumt eru fáir, utan hans innsta hrings, sem segjast vera honum sammála um allt sem hann segir. Skárra væri það nú. Ég efast um að hann komi fram nema hluta þess sem hann segist ætla að gera.

Einsog fyrri daginn er Trump mér hugleikinn, svo best er að hætta sem fyrst.

IMG 3053Einhver mynd.

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband