3245 - Bit-coin

Þetta er líklega aprílinnleggið mitt.

Líklega var ég eitthvað að hallmæla bit-coin í síðasta bloggi. Það held ég að hafi verið vegna þess m.a. að eftir allar þær tilfæringar (sem ég hef engan skilning á) sem fram fara á svonefndum gagnaverum, sé illmögulegt eða ómögulegt að rekja uppruna færslanna og þannig komi þær glæpamönnum og hvers kyns vafagemlingum til góða, auk annarra.

Ég er alls ekki búinn að ná mér eftir kóveitið í lok árs 2022 og þessvegna brá mér heil ósköp þegar mér var tilkynnt um daginn að ég væri með kóveit-19, en það er víst næsta meinlaust orðið.

IMG 3031Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það má ekki rugla saman rekjanleika og nafnleynd.

Allar bitcoin færslur eru rekjanlegar því öll færsluskráin frá upphafi er öllum aðgengileg. Þessi rekjanleiki er nauðsynlegur gundvöllur kerfisins til að tryggja öryggi og áreiðanleika þess.

Aftur á móti eru aðilarnir á bak við færslurnar auðkenndir með kóða sem er búinn að til af handahófi fyrir hvern notanda. Þessi kóði er nafnlaus, svo lengi sem notandinn sjálfur birtir hann ekki opinberlega.

Hver sem er getur því séð allar færslur til og frá hverjum notanda, frá hverjum þær komu og til hverra þær fóru. Þú getur bara ekki vitað nöfn þeirra, nema viðkomandi hafi sjálfir gert þær upplýsingar aðgengilegar.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2025 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband