3242 - Tími til kominn

Ef ég á einhverntíma að fara að blogga reglulega aftur, eins og mig dreymir raunverulega um, er tími til kominn að hefjast handa. Ekki get ég beðið eftir því að fingrasetningin komi af sjálfu sér.

Ég hef ignórerað bæði póstinn og fésbókina að undanförnu og það gengur ekki. Ef ég á að rífa mig upp úr þessum aumingjaskap, verð ég að gera það sjálfur. Get ekki treyst á aðra.

Kannski verður þetta innlegg til þess að ég taki við mér. Það er engin sérstök ástæða fyrir þessum ósköpum, eins og mánaðarlegt blogg til dæmis, að þessu sinni.

Ætli þetta sé ekki nóg núna. Ég hef margt að skrifa um. Kannski ég skrifi mest um sjálfan mig framvegis. Aðrir gera það ekki.

IMG 2946Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband