3238 - Skrifað fyrir löngu

Nú er kominn 5. Janúar og ef ég á að bæta mig eitthvað í bloggskrifum er kominn tími til að standa við það. Veit ekki hvort mér tekst það eða ekki, en ég ætla að reyna.

„Hvað boðar nýárs blessuð sól?
hún boðar nátúrunnar jól...“

Orti Matthías fyrir margt löngu.

Og víst er um það. Sólin er farin að hækka á lofti, þótt ekki sé það mikið.

Ný ríkisstjórn er líka tekin við hérna á ísa köldu landi og vel gæti hugsast að hún fái fleiri hveitbrauðsdaga en algengast er.

Trump tekur við forsetaembættinu í Bandaríkjunum 20. Janúar að ég held og ef hann framkvæmir eitthvað af því sem hann segist ætla að gera er hætt við að hann verði óvinsæll í Evrópu og jafnvel víðar. Kannski ég fari að athuga hvað ég sagði um hann árið 2016. Það hefur áreiðanlega ekki allt verið fallegt. Kannski tek ég minna mark á honum nú en þá.

Nú er ég hættur.

EinhverIMG 1126 mynd.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband