3236 - Áramót

Hver veit nema ég byrji á reglulegum bloggskrifum fyrir áramót. Landið virðist vera að rísa. Sólstöðustjórn og svona. Mér finnst allavega margt fara batnandi. Er búinn að lesa bókina hans Eiríks Bergmann og fannst hún nokkuð góð.

Áreiðanlega er ég ekki eins góður í fingrasetningu og hann, en þetta kemur vonandi. Samsvörun er í ýmsu hjá okkur en allsekki í öllu. Ekki veit ég hvaða bók ég les næst. Ég fékk þær nokkrar í jólagjöf.

Ég hef svosem engan sérstakan áramótaboðskap að flytja, og ætti þessvegna að þegja. Það geri ég samt ekki. Nú er ég að komast í skrifstuð. Ekki er það nú með öllu óvænt, en velkomið samt.

Jólin voru vel heppnuð, góður matur og þessháttar. Samt át ég fullmikið af Hamborgarhrygg samanborið við kalkún eins og ég hefði átt að gera. Ekki verður þó við öllu séð og heldur er ekki víst að alltaf sé hvortveggja á boðstólum. Hættur núna.

IMG 3010Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband