3235 - Ný ríkisstjórn

Nú er ekki nema rúmlega dagur til kosninga. Ég er ekki enn búinn að ákveða hvað ég kýs. Líklega stendur valið á milli Samylkingar og Sósíalista. Segja má að sósíalistar eigi skilið að eiga fulltrúa á þingi nú þegar vinsri grænir hverfa þaðan.

Allt útlit er samt á að hægri-sinnuð ríkisstjórn verði áfram við völd. Samt fer það eftir skilgreiningum. Framsókn horfir að vísu til vinstri, en enginn veit hvar Flokkur fólksins er á vinstri-hægri ásnum.

Nú er það komið í ljós að Viðreisn, Samfylking og Flokkur fólksins ætla að reyna stjórnarmyndun. Ekki er alveg víst að það  takist, en slík stjórn yrði líklega kölluð vinstri stjórn. Konur hafa aldrei reynt stjórnarmyndun hér á Íslandi, svo kominn er tími til.

Og það tókst. Efast um að nokkru sinni hafi nokkurri ríkisstjórn verið fagnað eins mikið og þessari og kemur þar margt til.

Líklega verður þetta Desemberinnlegg mitt, en á næsta ári hef ég fullan hug á að bæta mig, hvað regluleg skrif varðar. Hættur núna.

IMG 2988Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband