3234 - Að skjóta á Rússa

Ekki hefur mér enn tekist að ná upp viðunandi hraða í fingrasetningunni, en þetta kemur vonandi með tímanum.

Ekki ætti mér að verða skotaskuld úr að laga þetta. Hvað er annars skotaskuld? Er það skuld við einhvern skota? Ég veit það ekki. En flestir nota þetta orðalag hiklaust. Og það er ekkert athugavert við það.  Að hugsa um það truflar flesta. Ég hinsvegar sækist eftir truflunum vegna þess að ég hef ekkert annað að skrifa um.

Jú, annars. Ég gæti skrifað um ákvörðun Bidens um að leyfa Ukrainumönnum að skjóta á Rússa. Að vísu á það bara við um svæði það sem Ukrainumenn hafa þegar hertekið og alls ekki er víst að Rússar bregðist illa við þessu. Gera má þó ráð fyrir að Trump veitist erfiðara eftir en áður að koma á friði þar á einum degi eins og hann hefur talað um. Norður-Kórea gæti orðið helsta vandamálið þar.

IMG 3009Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband