3230 - Hættulegt

Já, lífið er lotterí og ég tek þátt í því. Þannig er það bara og þannig verður það. Samt er það svo að lífið er samskipti, ég fer ekki ofan af því, enda óþarfi. Margt má um samskiptin segja og verður eflaust sagt. Sumir vilja kenna samfélagsmiðlunum um allt sem aflaga fer. Það held ég að sé ekki sanngjarnt. Samt er það svo að óþarfi er að láta krakkana vaða uppi með símana á lofti. Að mörgu leyti eru þeir verkfæri djöfulsins. Og þeir eru upphaf þeirrar lausungar sem viðgengst í skólastarfi. Ekki er einsýnt hvar eigi að draga mörkin verði þeir bannaðir.

Ekki er samt nóg að banna símana, heldur þarf að fá fólk til að gjalda varhug við að fara almennt eftir því sem fésbók boðar. Margt er þar vafasamt í meira lagi. Einkum er hættulegt að taka fólk alvarlega þar. Flestir eru á fésbók eins og þeir vilja vera en ekki eins og þeir eru.

Ef nota þarf símana í skólastarfi ætti að vera hægðarleikur að fá ódýra síma til þess.

Reyndar eru símar yfirleitt ekki notaðir í skólastarfi, heldur tölvur. Þær er auðvelt að fá með góðum afslætti, notaðar ef ekki vill betur.

Þetta er ég mestallt búinn að skrifa með tveggja putta aðferðinni því árans koveitið rændi mig fingrasetingunni. Kannski æfi ég mig á henni seinna meir. Sjáum til. Nú nenni ég ekki að hafa þetta lengra og er þessvegna hættur.

IMG 3233Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband