3229 - Paradís

Hvað er það sem úti frýs
fyrir utan Paradís?
Það eru bæði maðkar og mýs
mannskítur og færilýs.

Þessi vísa er gamall húsgangur eins og allir hljóta að sjá.

Ég er enn þeirrar skoðunar að lífið sjálft sé undir samskiptum hverskonar komið. Það sé langmikilvægast fyrir yfirburði þá sem mannkynið hefur framyfir dýrin. Að láta þessa yfirburði í hendurnar á vélum eða tölvum er hægt að segja að séu stærstu mistök sem mannkynið hefur gert. Með samskiptum á ég við hverskonar samskipti sem hægt er að hugsa sér. Þau geta verið góð eða slæm, við mannverur eða dýr o.s.frv,

Sennilega er ég m.a. að tala um fésbók og aðra samfélagsmiðla þegar ég segi þetta. Sú breyting sem orðið hefur á samskiptum manna á síðustu árun er svo gagntæk að ekki er hægt að vanmeta hana.

Þetta er orðið nóg. Ég er líka svo lengi að skrifa.

IMG 3140Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband