3228 - Lífið er samskipti II

Ég held að komandi kosningar hér á Íslandi komi til með að snúast fyrst og fremst um flóttamenn og hælisleitendur. Þar greinir öfgahægrið og villta vinstrið harkalega á um leiðir. Skynsamt fólk tekur sér að sjálfsögðu stöðu á milli þessara öfga.

Hvað kosningarnar í Bandaríkjunum snertir held ég og vona að Harris sigri. Flestir sem vit ættu þó að hafa á þessu virðast samt halda að Trump vinni.

Upp, upp. Uppá fjall. Uppá fjallsins brún.
Niður, niður, niður, niður. Alveg niðrá tún.

Þetta er nú ekki merkilegur samsetningur, en hefur samt sinn sjarma. Ekki veit ég hver setti þetta saman fyrst enda skiptir það litlu máli.

Fyrir nokkru hafði ég sem fyrirsögn á bloggi „lífið er samskipti“. Ég hef ekki breytt neitt um skoðun að þessu leyti og er þeirrar skoðunar að yfirburðir mannsins yfir öðrum dýrum stafi fyrst og fremst af því að mennirnir hafi fjölbreytt og margskonar samskipti, en dýrin hafi fábrotin og einföld samskipti. Um þetta má margt segja og hyggst ég gera það á næstunni.

Hættur að sinni.

IMG 3214Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband