3227 - 50-listinn

Nú er ég kominn útaf 50-listanum á Moggablogginu og við svo búið má ekki standa. Þessvegna skrifa ég núna. Nú eru að nálgast kosningar, en ég hef ekki í hyggju að predika neitt af því tilefni. Enda býst ég ekki við að ég hafi nein áhrif sem slíkur.

Það eru bráðum tvö ár síðan ég útskrifaðist af sjúkrahúsi eftir að hafa glímt nokkuð lengi við kóvídskrattann og fjarri fer því að ég hafi jafnað mig á þeirri pest. Get heldur ekki farið framá mikið þar sem ég er kominn yfir áttrætt. Samt finnst mér margir tala og skrifa af mikilli léttúð um vágest þennan. Ég er að reyna að æfa mig í fingrasetningu með því að blogga, en fínhreyfingum í fingrunum glataði ég ásamt mörgu öðru í kóveitinu.

Þó ég gæti eflaust skrifað í allan dag um eigin veikindi og aumingjaskap læt ég þetta duga og reyni að skrifa um eitthvað þarflegra.

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Var ort einu sinni í fyrndinni í svokölluðu heimsósómakvæði. Slíkur kveðskapur tíðkast ekki nú til dags og skemmta menn sér við annað núorðið. Viss líkindi má þó draga með einni tegund söngs sem nú tíðkast. Ég fer ekki nánar útí slíkt, til þess skortir mig þekkingu og allt annað.

Stjórnmál ræði ég ekki. Þar er hver höndin upp á móti annarri og menn almennt stórorðir.

Kannski er þetta nóg æfing að sinni og hver veir nema ég láti þetta duga.

IMG 3222Einhver mynd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband