3226 - Bloggað oftar

Kannski ég fari að athuga með að blogga oftar. Það ætti að vera vandalaust. Þarf bara að æfa mig og hver veit nema ég fari að blogga eins og áður. Semsagt daglega eða uppundir það. Þarf sennilega að venja mig við að ég hugsa hægt, svo vel getur verið að það henti mér ágætlega að vélrita hægt líka. Svo væri líka upplagt að spara ekki puktana og hafa margar málsgreinar.

Allt er þetta til athugunar. Ég held að ég sé kominn á 50-listann og þar ætla ég að reyna að vera. Þó held ég að Mogggabloggurum sé að fjölga.

Til þess að halda kyrru fyrir á nefndum lista þarf ég að blogga oftar en mánaðarlega og ég hef í huga að gera það.

Í pólitík hugsa ég mikið í hægri og vinstri. Flokkarnir sem nú eru á þingi vilja fyrir hvern mun ekki fá nýja flokka þangað og m.a. þess vegna eru þeir sammála þingrofi.

Fróðlegt verður að vita hvað Arnar Þór fyrrverandi forsetaframbjóðandi gerir. Kannski kýs ég hann. Gömlu flokkarnir virðast flestir vera á leið til hægri. Kannski þjóðfélagið allt.

Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvort margir flokkar detta útaf þingi í næstu kosningum. Ég held að a.m.k. einn muni gera það. Kannski fleiri.

Þetta er að verða nóg. Hættur að sinni.

IMG 3205Einhver mynd.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband