3220 - Enn ein tilraun

Ef ég ætla mér að bæta reglusaemina í bloggskrifum ætti ég e.t.v. að ákveða að blogga svona einu sinni í viku, í staðinn fyrir að vera að strekkjast við að blogga daglega. Ef mér skyldi fara örar fram en það ylli engum vandræðum að blogga oftar.

Ég ætla ekki að birta fleiri örsögur að sinni, enda eru þær heldur ómerkilegar, eða það finnst mér. Í staðinn ætla ég að reyna að skrifa eitthvað af viti hérna.

Skelfing líður mér vel í eigin skinni. Þetta skinn mætti samt alveg vera svolítið yngra. Þó mundi ég ekki vilja láta allt sem ég veit í skiptum fyrir yngra skinn. Engu að síður er margt sem ég veit ekki eða kann ekki. Engar líkur eru samt til að ég fengi slíkt með yngra skinni. Sennilega væri margt þar ósköp óreiðukennt a.m.k. fyrir mig.

Almanaksfræði eru merkileg vísindi. A.m.k. er svo hér á Íslandi. Ef þú skrifar á skipanalínuna á tölvunnni þinni „almanak.hi.is“ lendir þú á síðu sem fjallar um þau. Sennilega er það einn maður sem hefur safnað saman öllum þeim fróðleik sem þar er að finna. Ég held að þar sé um að ræða Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing og ekki ætla ég mér þá dul að fara að keppa við hann og þess vegna bendi ég bara þeim sem áhuga hafa á þessum merkilegu fræðum á síðuna.

Seinna, miklu seinna.

Ekki hefur mér tekist að koma reglu á þessi bloggskrif mín, en ég held áfram að reyna.

Þetta er að verða sæmilega langt hjá mér, svo líklega er best að hætta.

IMG 3264Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband