3218 - Óskapleg vitleysa

Einhverjir lesa þessi ósköp sem ég set á bloggið mitt. A.m.k. fæ ég meldingu um það. Svo hækka ég á vinsældalistanum í hvert sinn sem ég blogga.

Ég er að hugsa um að skrifa hérna vísur sem ég geri. Stundum held ég að ég hafi gert vísur, en svo er eitthvert vísuorðið stolið úr annarri vísu sem ég hef kunnað fyrir löngu (þ.e. fyrir fisk). Nenni ekki að segja þá sögu núna. Hér kemur nýjasta vísan:

Karaktereinkennum katta
kisa mín segir mér frá.
Loksins þá læri ég slatta
um langanir hennar og þrá.

Nú get ég loksins hent miðanum sem ég skrifaði þessa vísu á. Annars geri ég lítið af vísum þessa dagana.

Sögurnar sem ég hef verið að birta hér að undanförnu eru ekki merkilegar enda er ég hættur að birta þær í bili a.m.k. og þær sýna bara að það er ósköp einfalt að fá hugmyndir að öllum fjáranum, en það þarf að vinna með þær og sannfæra sjálfan sig um að tímanum sé vel varið sem fer í það.

Þó ég hafi ætlað mér að blogga reglulega hefur orðið lítið úr því. Ekki veit ég af hverju. Sennilega er ég of latur og gamall til þess og svo er ég í hálfgerðum vandræðum með fingrasetinguna. Geri svo mikið af villum.

Látum þetta duga. Ég nenni ekki að skrifa meira í dag.

IMG 3315Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband