7.6.2024 | 22:09
3216 - Nábrækurnar
3216 Nábrækurnar
Örhugleiðingar nefnist þáttur hjá útvarpi allra landsmanna. Þar láta hinir og þessir ljós sitt skína um hitt og þetta. Oft hlusta ég á þetta. Stundum er þetta ágætt, en stundum lakara, eins og gengur. Kannski er það ekki réttnefni hjá mér að kalla þennan samsetning sem ég hef oft sett á bloggið mitt Örsögur. Það er dálítið yfirlætislegt. Hér kemur samt ein slík:
---------------------------------
Einu sinni í fyrndinni var bóndi sem kunni sitthvað fyrir sér. Eins og sagt var. Eiginlega þýddi þetta það að hann var pínulítið göldróttur. Ekki samt neitt líkur Harry Potter enda hafði hann aldrei í galdraskóla komið. Lítið kver átti hann þó þar sem nokkur galdrabrögð voru kennd.
Einhverju sinni komst konan hans að því að hann var að glugga í þetta kver og við lá að hún kjaftaði frá. Honum tókst þó að telja hana á að segja ekki frá þessu. Á þessum tíma var nefnilega harðbannað að eiga galdrakver og áttu menn á hættu að týna lífinu ef upp um þá komst.
Bóndi þessi hét Jón og var Jónsson og bjó að Jónsstöðum í Jónshreppi. Með öðrum orðum ég vil ekki segja nein deili á honum enda skipta þau engu máli.
Í þessu galdrakveri hans Jóns bónda á Jónsstöðum var meðal annars kennt að búa sér til nábrækur. Þær mátti að sögn nota til margra hluta. Grafa þurfti upp lík og fletta húðinni af fótum líksins og allt upp að nafla og urðu þá til þessar fínu nábrækur. Ekki mátti gera þetta nema á fullu tungli og keypti Jón því Almanak hins íslenska þjóðvinafélags. En svo komst Jón bóndi að því að tunglskin þyrfi að vera þegar þetta væri gert.
Fram eftir öllum vetri var ævinlega skýjað þegar fullt tungl var samkvæmt Almanakinu. Seinni part Einmánaðar skeði það hinsvegar að léttskýjað var þegar tungl var fullt. Jón bóndi hugsaði sér gott til glóðarinnar af þessu tilefni. Þá vildi svo illa til að í marga mánuði hafði ekki nokkur maður verið jarðsunginn í Hjallakirkju og ekki gat Jón hugsað sér að grafa upp rotnað eða hálfrotnað lík. Hann brá sér þessvegna upp að Kotströnd, en þar hafði einmitt gamall karlskröggur verið jarðaður fyrir fáeinum dögum.
Ekki eru tök á því að lýsa í smáatriðum hvernig Jón fór að, en nábrækurnar eignaðist hann eftir talsverða fyrirhöfn. Þegar hann fór í brækurnar voru skálmarnar að vísu í styttra lagi en Jón taldi sér trú um að það væri í lagi.
Ekki vildi betur til en svo að hann vissi ekkert og ekki var frá því skýrt í galdrakverinu til hvers ætti að nota brækurnar. Endirinn varð því sá að Jón notaði brækurnar ekkert og þegar fór að slá í þær og lyktin að versna henti hann þeim í fjóshauginn og notaði þær ekkert. Lýkur svo þessari sögu og vel getur verið að hún sé uppspuni frá rótum.
-------------------------------------------
Þessi saga var næst á eftir frásögninni af Guttormi dúllara í skjalinu sem ég nota undir þennan samsetning sem mig minnir að hafi verið sú síðasa sem ég birti áður en ég veiktist og hætti þessari vitleysu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.