3215 - Gamli maðurinn

Þegar maður er gamall (eins og ég) finnst manni að síminn sé bara tæki eins og hvert annað, en nýja hugsunin er að allir séu í sambandi við mann ef maður kærir sig um. Þeir gætu líka verið í sambandi við mann sjálfan ef þeir mættu vera að og kærðu sig um það. Hugarleikfimi, sem kannski er einskisvirði og kannski svo djúp að aldrei verður hægt að skilja hana.

Les oft bloggið hans Hrannars Baldurssonar. Hann er skýr og skemmtilegur.

Les líka oft bloggið hans Palla kennara. Finnst hann samt dálítið einspora og fordómafullur. En gáfaður er hann og vel að sér um margt.

Önnur blogg skoða ég líka stundum t.d. Jens Guð, Villa í Köben og Ómar Ragnarsson.

Af einhverjum ástæðum er ég ekkert snokinn fyrir fésbókinni og öðrum miðlum. Ég skoða þó fréttir sem haldið er að mér og eru í stýrikerfinu. Eins og t.d. Microsoft. Og svo horfi ég oft á fréttir í Íslenska Sjónvarpinu.

Svo er ég farinn að stunda það talsvert að glápa á Youtube. Þar er hægt að finna allt mögulegt. Mest er það samt tóm vitleysa. Kannski er ég bara svona takmarkaður.

Ógurlega er ég kvefaður núna. Best að hætta.             

IMG 3373Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt.

Jens Guð, 6.6.2024 kl. 09:42

2 identicon

Takk

Sæmundur steinar Bjarnason 6.6.2024 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband