3214 - Þerapia

Veit svosem ekki frekar en fyrri daginn hvað ég á að skrifa um. Eitthvað verður það samt að vera, ef ég ætla mér að fara að skrifa reglulega.

Segja má með hæfilegri einföldun að forsetakosningarnar um síðustu helgi hafi farið þannig að óvinsældir ríkisstjórnarinnar hafi orðið Katrínu að fótakefli, en lyft Höllu Tómasdóttur til æðstu metorða. Öflug kosningabarátta Höllu og röng tímasetning Katrínar (sem hún var eiginlega þvinguð útí) hafði eflaust einnig sitt að segja. Fyrstu skref Höllu á forsetastóli verða þó eflaust skoðuð í þaula. En nóg um það.

Ekki er örgrannt um að ég hefði skrifað meira, ef ég hefði verið vanari því. Það er enginn vandi að fimbulfaba eitthvað, án þess að meina nokkuð með því. Kannski er þetta einskonar þerapía. Hættur að þessu sinni.

IMG 3385Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband