3213 - Speglasjónir eða spekúlasjónir

Sé að ég hef tvisvar notað sömu bloggfyrirsögnina. Slíkt er alveg forkastanlegt. Skýrist sennilega af því að langt er á milli og minnið svikult.

Kannski er ég að koma til í því að blogga. Hver veit. Ekki er ég Höllusinni, en þó er ég ekki á móti henni. Ef ég hefði fyrir hvern mun viljað koma í veg fyrir að Katrín kæmist á Bessastaði hefði ég samt kosið hana. Tengingin er augljós og öllum sýnileg.

Hún (Katrín) ætlaði bersýnilega að tilkynna um framboð sitt eins seint og mögulegt væri. Þá hefði hún flogið inn og enginn hefði áttað sig á plotti Bjarna &Co fyrr en um seinan.

Já, ég er einn af þeim sem sé plott allstaðar og trúi öllum samsæriskenningum og þessháttar. Það er ágætt að geta yfirleitt alltaf verið á móti öllu.

Þann tíunda febrúar 2023 endurfæddist ég til þess skilnings að ég væri ekki mikilvægur í samhengi hlutanna. Áður fannst mér ég vera það. Einhverjum finnst ég kannski mikilvægur, en ég er það ekki. Mikilvægast er sambandið við aðra. Þar er ég lélegur. Hættur.

IMG 3393Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband