3212 - Forsetakosningar

Jæja, þá eru forsetakosningarnar blessunarlega afstaðnar. Ég er líka búinn að borga af húsinu. Þegar ég fór að sofa í gærkvöldi, skömmu eftir miðnætti, mundi ég skyndilega eftir því. Í látunum útaf kosningunum hafði ég steingleymt því.

Ekki kaus ég Höllu, en á samt von á að hún verði fyrirmyndarforseti. Að sumu leyti staðfesta þessi úrslit að skoðanakannanir geti haft skoðanamyndun í för með sér. Fjölyrðum þó ekki mjög um það.

Helst mundi ég vilja fjalla um annað hér en forsetakosningarnar, en það er varla hægt.

Sagðist ætla að skrifa hér í hverjum mánuði og kannski oftar. Stend eflaust við það. Sérstaklega þetta með „kannski oftar“.

Ekki lofa ég neinu með framhald þessara skrifa. Sjáum til.

IMG 3401Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband