3184 - Um stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs

Nú er Ukrainustríðið alveg fallið í skuggann. Þar voru, og eru sennilega enn, saklausir borgarar drepnir unnvörpum, eða svo var okkur fortalið. Þeir sem það gerðu voru að vísu langt frá og sáu ekki þá sem þeir drápu. Kannski gerðu þeir það óvart. Ætluðu semsagt að drepa einhverja aðra. Og kannski var búið að telja þeim trú um að þeir væru bara að skemma byggingar.

Þó ég hafi talsverða samúð með Palestínumönnum í yfirstandandi stríði við Ísraela er það sannast sagna svo, að ég trúi betur þeim tölum um mannfall sem Ísraelsmenn gefa upp en samsvarandi tölum frá Hamasliðum.

 Í heimsstyrjöldinni síðustu notuðu Nasistar gjarnan það ráð, a.m.k. í Noregi að drepa margfalt fleiri saklausa borgara en skæruliðar gerðu. Svipaðri refsingu var og beitt ef þeir skertu hár á höfði Nasista eða neituðu að segja til annarra frelsisvina. Svo er sagt a.m.k.

Nú virðast Ísraelsmenn ætla að gera það sama eða svipað. Með stuðningi Bandaríkjamanna eða án.

Öll stríð eru ógeðsleg. Það er sameiginlegt sjónarmið allra nema fáeinna ráðamanna. Að vísu er hægt að æsa almenning til óhæfuverka með markvissum áróðri.

Nú er ég búinn að fjasa nóg og er hættur.

IMG 3600Einhver myhd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband