3183 - Bloggað í tilgangsleysi

Áður fyrr á árunum höfðu börn ekki mikið af leikföngum. Þegar ég var pínulítill man ég eftir að hafa spyrnt samam iljum við eitthvert af systkinum mínum, tekið saman höndum við þetta systkini, róið fram og aftur um  leið og við tvö tuldruðum eftirfarndi vísukorn eða samsetning:

Við skulum róa á selabát
fyrst við erum fjórir.
Það eru bæði þú og ég,
stýrimaður og stjóri.

Þetta þótti mér fyndið, með tilliti til ljóðlínu númer tvö og að einungis tveir tóku þátt í þessum leik. Nútildags hugsa ég að fá börn mundu una sér við þetta.

Það er orðið talsvert umliðið síðan ég bloggaði síðast. Þó held ég að ég hafi bloggið ekkert lengra að þessu sinni þessvegna. Nenni eiginlega ekki að fabúlera um fréttir, þó ég hafi svosem alveg skoðun á þeim a.m.k. á við hvern annan.

Það er galli á mörgum sem blogga hér að þeir eru miklir mannkynsfrelsar og hafa vit á öllum fjáranum. Eru ekki eins og ég, sem blogga bara mér sjálfum til hugarhægðar og hef bloggin jafnar fremur stutt.

Það er nú mest vegna þess að ég skrifa svo hægt. Líka kemur það sjónarmið til athugunar að ef bloggin eru stutt, verða hugsanlegir lesendur síður leiðir á lestrinm.

Hættur núna.

IMG 3612

Einhver mynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband