3180 - Palestínu-stríðið

Nú starir semsagt á mig auð blaðsíða. Það er mín mission að útbía hana í bókstöfum. Hefst með öðrum orðum handa við það núna.

Núna fyrst er ég að jafna mig að mestu leyti á veikindunum um síðustu jól. Er farinn að drekka kaffi, hvað sem það endist lengi. Búinn að fá styrk í fæturna að mestu leyti, en jafvægið er útum allt og skrefin óttalega stutt.

En nóg um það. Snúum okkur að alvarlegri málum. Hamas-stríðið er ofarlega í hugum flestra. Ég get sennilega ekki lagt neitt skysamlegt til málanna þar. Það hefur verið reynt lengi og gefist illa. Margt gott fólk hefur þar lagt ýmilegt gott til málanna, en ekkert hefur gengið að miðla málum og sætta þau sjónarmið sem öllu ráða þarna.

Samúð mín er meira með Palestínumönnum. Það hefur verið farið illa með þá lengi og á margan hátt er eins og ísraelsk stjórnvöld hafi verið að vonast eftir einhverju svona löguðu. Ég er þó allsekki að mæla með hryðjuverkum eins og Hamas-skæruliðar hafa beitt. Þeim er að sumu leyti vorkunn samt.  

Margir óttast að þessi ófriður breiðist út og vissulega er hætta á því.

 

IMG 3677Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband