3176 - Þetta var skrifað 12. október

Tinna á afmæli í dag. Hún er orðin 14 ára og ekkert meira um það að segja. Kólumbusardagurinn var einu sinni haldinn hátíðlegur í USA á þessum degi eða um þá helgi sem næst honum var. Held að svo sé ekki lengur.

Nú er ég dottinn í það að blogga daglega. Samt hef ég eiginlega ekkert að segja. Kannski er bara best að hafa ekkert að segja. Þá er engin hætta á að maður tali af sér.

Vil ekki skemmta skrattanum með því að fabúlera um mögulega ráðherralista eða hver verða framtíðaráhrif stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. 

Sennilega eru sumir þeirra sem þetta hugsanlega lesa, búnir að fá að vita hvernig ráðherrvandamálin verða leyst þegar þeir lesa þetta. Þetta er nefnilega skrifað á fimmtudagskvöld. Ég mun svo vænanlega pósta þetta í fyrramálið og lesa það yfir.

Ekkert bendir til þess að neitt merkilegt gerist í íslenskum stjórnmálum á næstunni fram yfir það sem þegar hefur gerst. Stjónin mun lafa af því eifaldlega að enginn flokkur sem að henni stendur mun þora að sprengja stjórnina.

Þó sumir þingmenn tali digurbaklega núna munu þeir þingmenn sem hafa stutt stjórnina halda áfram að gera það.

 IMG 3709

Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband