3164 - Ýmislegt

Ég sé að einhver ruglingur er á myndunum, sem ég læt yfirleitt fylgja bloggum mínum. Það stafar af því að ruglingur hefur verið á þeim við upphaflega notkun. Ég held að ég hafi látið þess getið að allar þessar myndin eru endurnotaðar.

Ekki hefur margt gerst í mínu lífi síðan siðast.Tinna kom hingað í gær á föstudagskvöldi og fór svo og hitti vinkonu sína. Bjarni kom svo úr vinnunni um tólfleytið og kom skikki á sjónvarpið, en okkur hafði með fikti tekist að fokka því upp og kunnum ekki að lagfæra það. Bjarni sótti nýtt RUV-app og þar með var það komið í lag.

Áslaug er veik. Veit ekki hvað það er. Hugsalega er það flensa.

Mikið gengur á útaf rafbyssum fyrir lögguna. Heldur er ég á móti þeirri aðferð sem notuð er. Ef löggunni finnst hún öruggari með rafbyssur og þær eru notaðar skynsanlega finnst mér það komi til greina að fá þeim þannig byssur. Að hægt sé að möndla þetta með einfaldri reglugerðarbreytingu sýnir vel hve vald ráðherra er mikið. Með þessu verður vald forsætisráðherra minna en áður. Það skiptir líka máli. Annars hef ég ekki sterkar skoðanir á þessu öllu saman. Samskipti mín við lögregluþjóna hafa hingað til verið hnökralaus. Þeir geta samt gert vitleysur eins og aðrir.

Menntamál og öldrnarmál eru mér mun hugleiknari. Eftir nýjust breytingu hef ég um 400 þúsund á mánuði fyrir það eitt að vera til. Ríkið og VR hefðu semsagt grætt ef ég hefði drepist um daginn.

IMG 3772Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband