3163 - Er kovítið búið?

Ekki er ég alveg frá því að einhverjir séu búnir að fá leið á fésbókinni og jafnvel komnir aftur hingað á Moggabloggið. Þetta er bara tilfinning og kannski er ekkert að marka hana.

Sko mig, fingrasetningin er að koma til baka og ég var ekki nema 2 mínútur eða svo að skrifa klausuna hér á undan. Annars er ekki rétt að gera þetta blogg of pesónulegt. Kannski er það samt einmitt rétta ráðið. Stórhausunum fjölgar ekki og það virðist vera erfitt að komast í 50 manna hópinn. Ef ég les rétt þá er ég númer 69 í vinsældum núna.

Verst er að ég er ekki sérhæfður í neinu. Gurrí skrifar ansi persónulega, enda býr hún á Akranesi eins og ég. Flestir virðast skrifa um pólitík, en mér leiðist hún fremur en hitt og svo skrifa sumir um popp og það sem þeir finna á Internetinu (Jens Guð).

Þessum skrifun byrjaði ég á aðfaranótt föstudagsins 17. Mars og ætla að klára þetta annað kvöld. Þetta er nefnilega í styttra lagi.

Fékk í jólagjöf ísmolavél. Kötturinn hefur mikinn áhuga fyrir henni og situr og bíður eftir því að ísmolarir detti. Hefur líka komist upp á lag með að lyfta plastlokinu með trýninu og láta það skella aftur. Óþolandi hegðun.

Er farinn að geta gengið um innanhúss án þess að nota göngugrindina. Fullur máttur í fótunum er þó ekki í boði. Konan mín gengur um með hækju eða hækjur. Hún fékk senda göngugrind sem dugar mér ágælega og er talsvert bílvænni en skrímslið sem ég var með í láni frá sjúkrahúsinu hér á Akranesi. Verst er jafnan að standa upp og ef ég dett er ég alveg bjargarlaus.

Þetta er nú orðið nægilega langt og ef ég fer ekki uppúr 69da sæti á vinsældalistanum við þetta, verð ég reiður. Samt ekki eins reiður og ég varð einu sinni á öndunarvélinni. En sleppum því. Ég ætla ekki að skrifa um allar ímyndanirnar og ranghugmyndirnar sem ég fékk þar. Það er lífsreylsla sem ekki verður frá mér tekin. Ég vissi vel að ég var við dauðans dyr.

Nú er ég hættur. Í dag eru 61 ár frá því við trúlofuðum okkur ég og Áslaug.

IMG 3852Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband