3123 - Einu sinni var

Nú er árið 2022 komið. Áreiðanlega til þess að vera. Það sem mér þykir langmerkilegast við þetta ár er að á því verð ég áttræður. Ekki hefði mér dottið í hug þegar við Ingibjörg vorum að bollaleggja um framtíðina að ég yrði svona gamall. Við hugsuðum í mesta lagi til ársins 2000.

Ingibjörg hélt því fram að næstu Ólympíuleikar eða þeir þarnæstu, yrðu haldnir á Íslandi. Það sem meira var að þeir yrðu haldnir á svæðinu frá Hveragerði og niður að Núpum. Hún útmálaði í smáatriðum fyrir mér hvernig þetta yrði. Þessu trúði ég alveg. Ekki veit ég hve gamall ég var þegar þetta var, en sjálfsagt hef ég ekki verið gamall þá.

Seinna meir hætti ég að trúa öllu sem hún sagði. Til dæmis sagði hún mér einhverju sinni að ég mætti eiga allan heiminn. Þessu trúði ég allsekki. Í fyrsta lagi átti hún ekki allan heiminn og í öðru lagi mundi hún aldrei tíma að gefa mér hann, ef svo ólíklega vildi til að hún eignaðist hann.

Unnur systir sagði mér einu sinni, eftir að hún fékk áfallið og hélt næstum til í reykherberginu á hælinu í Kópavoginum, að allir við matarborðið hefðu þurft að þagna þegar við Ingibjörg létum ljós okkar skína. Mig minnir að hún hafi hljómað sem  hálfhneyksluð á þessu. Um aldur okkar þegar þetta var veit ég ekkert. Kannski Sigrún muni eftir þessu. Ekki er hægt að spyrja Unni nánar útí þetta, því hún er dáin.

Sigrún sagði einhverju sinni við mig að Hitler væri í flugvél sem var á flugi skammt frá Hveragerði og hann ætlaði áreiðalega að skjóta mig.

Þetta átti nú allsekki að verða einhverjar afgamlar minningar þó sagt sé að minningar frá bernskunni verði gjarnan fyrirferðarmiklar hjá okkur gamalmennunum. Ég ætlaði að blogga um eitthvað annað. En man bara ekki hvar það var.

IMG 4033Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður skrifaði fyrir margt löngu fyrirsögnina "Landslagið komið til að vera" en skömmu síðar var landslagið lagt niður. cool

Og það er næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að árið 2022 er ekki heldur komið til að vera.

Hins vegar er margt í mörgu í maganum á Ingibjörgu og það mun ekki breytast hvernig sem allt veltist og snýst í henni verslu, eins og hún amma mín á Baldursgötunni sagði, enda á enginn að rengja ömmu sína. cool

Landslagið komið til að vera

Þorsteinn Briem, 6.1.2022 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband