29.12.2021 | 13:12
3121 - Bergsveinn og Ásgeir
Eiginlega hefði síðasta blogg mitt átt að vera númer 3120. Þessvegna er þetta númer 3121.
Margt væri eflaust hægt að skrifa um. Til dæmis deilur þeirra Bergsveins Birgissonar rithöfundar, kennara og fræðimanns og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. Sá fyrrnefndi hefur víst ásakað hinn síðarnefnda um ritstuld. Meira á eflaust eftir að heyrast um þetta síðar.
Álit mitt á Bergsveini þessum er ekki sérlega mikið. Á sínum tíma las ég formála hans að bókinni um Geirmund heljarskinn. Þar notaði hann alla sína fræðimennskunnáttu og kennarareyslu til að sannfæra lesendur á ca. 70 blaðsíðum (sem er lengsti formáli sem ég hef nokkru sinni lesið) um að til væri, og hefði verið til óralengi, Íslendingasaga ein um Geirumund heljarskinn, en hún hefði ekki komist í hendur fræðimanna fyrr en nýlega.
Það lá við að ég tryði honum vegna þess að ég hafði lesið næstum allar Íslendingasögurnar og þættina, ásamt fornaldarsögum Norðurlanda, Sturlungu og um ýmislegan fornan fróðleik. Einu sinni hafði ég nefnilega talsverðan áhuga á slíku. Þegar kom að því að lesa það sem Bergsveinn sagði vera söguna sjálfa var mér nóg boðið og eftir nokkrar blaðsíður sá ég að ekki var um Íslendingasögu forna að ræða heldur ómerkilega klámsögu þó höfundur reyndi eftir mætti að fyrna mál sitt. Ekki las ég nema mjög lítið af þeirri sögu og skilaði bókinni fljótlega á bókasafnið hér á Akranesi.
Nokkru síðar kom út eftir Bergsvein bók sem nefndist Leitin að svarta víkingnum. Hana fékk ég léða nýlega (a.m.k. á covid-tímum) en hef ekki enn lesið hana nema að litlu leyti. Nú hefur Bergsveinn Birgisson fyllst eldmóði og skrifar metsölubækur fyrir hver jól. Ekki hef ég lesið neina þeirra, en vera má að þær séu samt ágætar.
Ekki hef ég lesið nema fremur lítið eftir Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra. Mér hefur ekki þótt maðurinn áheyrilegur þegar hann hefur komið fram í Sjónvarpi allra landsmanna. Vitaskuld segir það ekki nokkurn skapaðan hlut um hæfleika hans að öðru leyti. Vel getur verið að hann sé ágætur rithöfundur og fræðimaður þó hann greini á við Bergsvein um kenningar varðandi rostunga og Geirmund heljarskinn.
Nú nýlega hefur Fornleifur sjálfur (AKA Villi í Köben) blandað sér í deilur þeirra Bergsveins og Ásgeirs og er þar margt áhugavert að finna. Sjálfur ætla ég við tækifæri að lesa ókeypis netbók hans um Halldór Kiljan Laxness. Hann virðist vera helsta áhugamál hans um þessar mundir. Jafnvel á undan Ísrael og ýmsu sem þaðan kemur.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Laxness er löngu liðið áhugamál hjá Villa villimanni í Köben. Þegar menn hafa skrifað bók á netinu, slappa þeir af og hafa gaman að dýrkunaráráttu hluta þjóðarinnar vænu í norðri og afneitun þeirri sem hrjáir aðra. Í HÍ er búið að ákveða, að þegja bókina í hel. Goðgá hefur ávallt verið alvarleg sök á Íslandi og því gott að vera í Köben, meðan að einhverjir ærast og eru með alvarlegri einkenni en Omikronið gefur mönnum.
FORNLEIFUR, 29.12.2021 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.