3119 - Það er nú svo og svo er nú það

Örsaga númer eitthvað.  Wordið segir að þetta sé blaðsíða 23 í söguskjalinu.

 

Ljósið í fjallinu fjarlægðist í sífellu. Sennilega voru þetta verur frá öðrum hnetti. Höfðu að líkindum ætlað á Snæfellsjökul, en villst eða tekið feil á fjalli.

Jólatréð fór á fullum hraða eftir þjóðveginum og tók beygjurnar léttilega. Kannski var þetta bíll en ekki jólatré. Samt var þetta fyrirbæri með ótal ljós þó enn væri meira en vika til jóla.

Sumpart voru þessir tómatar vondir. Gúrkurnar voru betri. Enginn gerir svo öllum líki, ekki hann Guð í himnaríki. Upphafsöndin var að verða búin. Þá tók sú síðasta við. Hún var öllu betri. Svo má illu venjast að gott þyki.

Sú var tíðin að þjóðsögur urðu til af minnsta tilefni. Til dæmis átti Stefán bóndi í mestu erfiðleikum með að komast yfir þröskulda. Samt sem áður var fengitími kindanna verulega skemmtilegur. Hrútarnir voru svo graðir að þeir fóru margsinnis uppá sömu kindina og hefðu farið uppá hverja á fætur annarri ef Stebbi hefði ekki þurft að skrifa vandlega hjá sér uppáferðirnar og nöfnin á foreldrum væntalegs lambs eða lamba. Auðvitað hefði verið hægt að gera þetta á fljótlegri hátt, en svona var þetta.

Dekkið sprakk í þessum svifum á Pobeda bílnum og Bjarni og strákarnir flýttu sér að skipta um dekk til að missa ekki af leiknum. Sennilega var þetta hraðamet í skiptingu eða a.m.k. persónulegt met hjá einhverjum. Þessi saga er þannig náttúruð að það má bæta við hana hvenær sem er. Til dæmis með því að segja eitthvað frá leiknum. Annars er það óþarfi. Íslendingar vinna ævinlega ef þeir þurfa á því að halda.

Einhverju sinni var svonalagað kallað „beautiful nonsense“. Flestir eru hættir að skrifa svona. Svo er það ekkert fallegt. Eiginlega er verið að gera grín að lesandanum með þessu. Kannski hrekkur það til baka. Skrifarinn er ekkert stikkfrí. Það er svsem enginn vandi að halda einhverjum þræði í þessu. Hann getur sem best verið óttalega vitlaus. Kannski ég ætti að telja upp jólagjafirar sem ég fékk. Þær voru hver annarri flottari. Ég nenni því samt ekki. Svo fer að birta bráðum.

Hugsanlegt er að þessi samsetningur sem ég kalla örsögu verði líkar einhverju alltöðru í dagsbirtu. Ekki get ég gert að því.

Kannski er bara best að hætta þessari vitleysu. Þetta er alveg að verða nógu langt til að geta kallast örsaga. Eða eitthvað sem mér kemur til hugar að nefna örsögu.

 

IMG 4056Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband