3078 - Fésbók

Það er nú eiginlega of langt gengið að blogga nær daglega hér á Moggablogginu (já, ég er tekinn uppá því aftur) og vera þar að auki að flækjast á Fésbókinni. Kannski tek ég það fyrirbrigði í sátt aftur. Eyddi nefnilega aldrei aðganginum mínum og auglýsti bloggin grimmt þar. Las að vísu ekki bréf og þessháttar á þeim slóðum þó síminn væri sífellt að senda mér allskonar upplýsingar. Var nefnilega að enda við að setja vísukorn á Boðnarmjöð. Þar er margt misheppnað og sakar varla þó ég bætist í þann hóp.

Margt er mannanna bölið
og misjafnt drukkið ölið.

Var einu sinni sagt í „heimsósómakvæði“. Mér finnst óþarfi að rjúka upp til handa og fóta útaf svokölluðum njósnum. Vita ekki allir að stórfyrirtæki fá það sem þau vilja, í krafi auðs og áhrifa? Nei, ég er ekki að tala um Samherja, enda er það smáfyrirtæki. Þó það sé kannski stórt á íslenskan mælikvarða. Ég er að tala um „alvöru“ alþjóðleg fyrirtæki, sem segja stórþjóðum fyrir verkum.

Nú þarf ég líklega að flýta mér að senda þetta út í eterinn, svo það verði ekki úrelt. Stutt er það að minnsta kosti.

IMG 4751Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það var nú ekki skynsamlegt að gapa um leyndarmál í síma hér á Klakanum vegna til að mynda stöðugs "samsláttar" á símalínum, enda held ég að fáum hafi dottið það í hug. cool

Eitt sinn þegar undirritaður hringdi af Mogganum í Aðalstræti kom ég til dæmis í samslætti inn á símtal Friðriks Ólafssonar skákmeistara, sem þá var skrifstofustjóri Alþingis.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel myndi segja, að það verður aldrei skynsamlegt að gapa um leyndarmál í síma eða á Netinu, hvorki hér né erlendis.

Þegar Falun Gong-meðlimirnir voru hér á Klakanum árið 2002 sá ég mann sitja makindalega í stórum jeppa og fylgjast í sjónauka með þeim félögum þar sem þeir skoppuðu litlir og gulir niður að grásleppuskúrunum við Ægisíðu, stórhættulegir eins og óköruð lömb að vori. cool

Þessi njósnari var hvítur miðaldra karlmaður og leit út fyrir að vera mörlenskur en ég greindi þó ekki af hvaða ætt hann var.

Trúlega á vegum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og flokkurinn ætti nú að merkja sína menn með ESPIONAGE en það atriði stendur vonandi til bóta. cool

Íslensk stjórnvöld notuðu svartan lista Kínverja til að handtaka fólk

Hvað er Falun Gong? - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 1.6.2021 kl. 11:15

2 identicon

Hvað er Fésbók???

Nonni 1.6.2021 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband