5.7.2020 | 14:20
2978 - Trump og Biden
Sá um daginn hina frægu kynningar-videómynd sem KSÍ hefur látið gera og sýnir landvættina og ýmislegt fleira. Margir hafa hneykslast mjög á þessari mynd. Mér finnst hún frekar léleg. Má ekki bara láta þar við sitja? Eiginlega er ekkert meira um það að segja. Hún er bara léleg og illa gerð. Sumir hafa haft í hótunum við Knattspyrnusambandið útaf þessari mynd, en ég hugsa að hún gleymist fljótt. Montið og stríðsæsingurinn eru vissulega í aðalhlutverki í myndinni, ásamt landvættunum svonefndu. Þetta ótrúlega mont og æsingur er einmitt það sem Íslendingar eru yfirleitt góðir í. Á hátíðlegum stundum er þetta oft kallað samstaða. Ekki er mikið nýnæmi í því. Svona er fótboltinn bara. Með eða án uppþvottabursta.
Í vaxandi mæli er það svo að engir alvöruframbjóðendur í Bandarísku forsetakosningunum eru á leiðinni. Þannig er að verða greinilegt að stefnir í einvígi milli Trump og Biden. Evrópumenn allflestir styðja Biden. Það er varla neitt leyndarmál. Evrópumenn vilja að sjálfsögðu að arfleifðin frá síðustu Heimsstyrjöld haldi sér. Bandaríkin viðurkenni að Evrópuríkin og þessvegna EU séu áfram mikilvægustu bandamenn þeirra. Kína er í vaxandi mæli að gera sig gildandi á heimsmælikvarða og þessvegna má með sanni segja að Brexit og framkoma Trumps í garð Evrópu séu mikilvægir póstar í baráttunni um völd í heiminum.
Á vissan hátt má skipta öllum stjórnmálamönnum og stjórnmálastefnum í opingáttarmenn og einangrunarsinna. Vissulega er þessi skipting ómarkviss, en þó má alveg styðjast við hana ekki síður en vinstri og hægri. Hægri og vinstri stefna virðist aðallega fara eftir því hve mikilvæg ríkisafskipti eigi að vera. Evrópa hefur í gegnum aldirnar farið í gegnum margskonar hreinsunarelda.
Sú stefna sem virðist vera ofaná hér í Evrópu um þessar mundir er hægt að skilgreina sem vinstri stefnu eða opingáttarstefnu. Andstæðingarnir eru þá hægrisinnaðir einangrunarsinnar. Afneitarar eru svo sérstakur þjóðflokkur sem ekki eru að fullu sammála öllu sem sagt er um loftslagsmál. Sumir eru meira að segja grænni en aðrir. Öll þessi skipting er aðallega til bölvunar. Hún ýtir undir við og hinir sjónarmiðið sem sífellt veldur allskyns togstreitu. Já, ég gleymdi alveg að minnast á trúmálin. Eftir þeim skiptist fólk mjög í hópa og þó að ein trú sé ríkjandi á sumum svæðum, eru trúarbrögðin mis-eftirgefanleg á ýmsum og ólíkum sviðum. Sum af þessum mismundandi sjónarmiðum hafa einmitt á margan hátt aðgreint mannkynið frá dýrunum og valdið yfirburðum þeirra.
Trump er sennilega orðinn skíthræddur. Ekki við að tapa fyrir Biden, heldur við þessi fasistasvín sem vaða um grenjandi og misþyrma styttum. Nýjasta fyrirsögnin var um að ráðist hefði verið á styttu af Cristopher Columbus. Ætli okkur Íslendingur verði ekki kennt um það. Ekki kæmi það mér á óvart.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Athugasemdir
Uppá Skaga ekkert mont,
eiga þó stórlaxinn,
Sæmi sýnir fagran front,
feyki íturvaxinn.
Þorsteinn Briem, 5.7.2020 kl. 15:54
Það er mikilvægt að fara daglega í göngutúr eins og Sæmi og undirritaður birti þessa athugasemd á öðru bloggi í dag:
Fjölmargt fiskvinnslufólk sem starfar hjá Brimi (áður HB Granda hf.) úti á Granda býr í Breiðholtinu og ferðast á milli staðanna í strætisvögnum á morgnana og síðdegis, enda eru þessir strætisvagnar þéttsetnir.
Vegalengdin í beinni línu á milli Breiðholts og Háskóla Íslands er um fimm kílómetrar, sem er meðalgönguhraði á klukkustund.
Undirritaður hefur gengið á milli Vesturbæjar og Breiðholts á klukkutíma og akfeitur Miðflokkurinn hefur gott af því að ganga af sér spikið.
Móðurafi minn bjó í Breiðholtinu og tók strætisvagn í Vesturbæinn án nokkurra vandkvæða, 100 ára gamall, enda átti hann aldrei bíl.
Þorsteinn Briem, 5.7.2020 kl. 17:07
Ef Biden lifir gæti hann orðið forseti. Þangað til hann hrekkur upp af.
Þorsteinn Siglaugsson, 5.7.2020 kl. 19:30
22.6.2020:
"During the final Democratic primary debate in March Joe Biden pledged that he would choose a woman as his vice-presidential candidate."
Who will Biden pick as running mate? - BBC
Þorsteinn Briem, 5.7.2020 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.