2977 - Úrslitin

Úrslit forsetakosninganna voru svipuð og búist var við. Samt er ekki hægt að álíta að kosningarnar hafi verið með öllu þýðingarlausar. Guðmundur sjálfur bjóst alls ekki við að sigra. Hvað þær þúsundir kjósenda sem þó kusu hann voru að hugsa er ekki gott að segja. Sennilega hafa þeir flestir, eða jafnvel allir, gert sér ljósa grein fyrir því að sigurlíkur hans voru engar.

Komið er í ljós að Covid-19 veiran grasseraði í næstum tvo mánuði um heimsbyggðina án þess að gripið væri til nokkurra varna. Þetta stafaði einkum af þeirri trú manna (vísindamenn meðtaldir) að einkennalausir gætu alls ekki smitað aðra. Þessi trú reyndist ekki rétt. Þessvegna má leiða líkum að því að þessi trú hafi orðið til þess að heimsfaraldur varð. Nú velta menn því einkum fyrir sér hve lengi hægt sé að gera ráð fyrir að veira þessi dreifi sér. Kannski er hún komin til að vera. Bóluefni finnst gegn henni á endanum. Hætt er samt við að það verði einkum ríkari hluti heimsins sem nýtur góðs af því.

Kannski ætti ég ekki að leggja neina áherslu á að hafa þetta innlegg lengra. Fæst orð bera minnsta ábyrgð er sagt. Sennilega er það alveg rétt. Ég á samt erfitt með að láta svona stuttaralegt blogg frá mér fara. Þar kemur til áralöng þjálfum mín í að skrifa. Sennilega er sama í hverju menn vilja skara framúr, þjálfun og ástundun er nauðsynleg. En skara ég framúr í því að blogga? Ekki veit eg það, svo ofboðslega gjörla. Kannski er það svo að með allri þessari þjálfun hef ég komið mér upp talsverðu forskoti fram yfir flesta aðra.

IMG 5777Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í keppninni um Landslagið hafði ég eftir aðstandendum þessarar dægurlagakeppni að hún væri komin til að vera og stóðst ekki mátið að birta þessa fyrirsögn í Mogganum:

Landslagið er komið til að vera

Landslagið var hins vegar lagt niður skömmu síðar. cool

Menn eiga ekki að treysta neinu í veröldinni og allra síst sjálfum sér.

4.4.2013:

Guðmundur Franklín er ekki kjörgengur

24.6.2020 (síðastliðinn miðvikudag):

"
Aðspurður hvort hann trúi því að hann sigri svarar Guðmundur Franklín: "Já, allar götur, ég hugsa að þetta fari 53/47."" cool

Guðmundur Franklín undirbýr flutning til Bessastaða

Þorsteinn Briem, 28.6.2020 kl. 09:50

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland best í heimi! - Myndband

Malaví býður Íslendingum þróunaraðstoð í fótboltanum

3.10.2012:

"Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA gaf í morgun út nýjan heimslista fyrir októbermánuð en á listanum er landsliðum heimsins raðað eftir árangri og getu.

Athygli vekur að íslenska landsliðið hoppar upp um 21 sæti á nýja listanum og skipar nú 97. sæti listans." cool

93. Tógó
94. Kongó
95. Óman
96. Malaví
97. Ísland

98. Líbería
99. Mósambík
100. Súdan
101. Katar

Þorsteinn Briem, 28.6.2020 kl. 10:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vald íslenska ríkisins var framselt til Brussel með aðild ríkisins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) fyrir meira en aldarfjórðungi. cool

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, ekki einu sinni Miðflokkurinn eða Flokkur fólksins.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu 1. janúar 1994 og Schengen-samstarfinu 25. mars 2001.

Og ef einhverjir Mörlendingar vilja segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu geta þeir að sjálfsögðu gengið í Íslensku þjóð"fylkinguna", sem
fékk 0,2% atkvæða í alþingiskosningunum í október 2016. cool

Þorsteinn Briem, 4.7.2020 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband