2951 - Litla land

Nú er klukkan að verða tíu á miðvikudagsmorgni. Að mörgu leyti er þetta fyrsta vikan í veirulausu (eða hérumbil) Akranesi. Á mánudaginn fór ég á bókasafnið. Er nú byrjaður að lesa bók sem heitir „Litla land“. Veit ekkert um hana annað en það að þetta er skáldsaga og fjallar að einhverju leyti um þjóðarmorðin í Rúanda og Búrúndí. Ég hef aldrei getað greint almennilega þar á milli og heldur ekki á milli Tútsa og Hútúa. Ég rugla þessu oft saman. Kannski hætti ég því ef mér tekst að lesa þessa bók til enda.

Í gær, eða var það í fyrradag, fór ég í fyrsta sinn eftir sjálfskipuðu sóttkvína út í Bónus. Þar hitti ég Guðmund Vésteinsson, en gat lítið við hann talað vegna tveggja metra reglunnar. Var semsagt við kassann. Eitthvað var hann að tala um Lilju, sennilega ætti maður að fara að athuga meira með þá sem óforvarendis voru skikkaðir til að vera með manni í bekk á Bifröst.

Kannski ætti maður að blogga núna þrátt fyrir allt. Fésbókin er kannski vanmetin af okkur sem ekki erum verseraðir í henni. Markverðustu umræðurnar fara sennilega fram í hópum, en ég hef aldrei komist upp á lag með að nota þá. Bloggið er víst bara fyrir ellibelgi sem vilja láta taka eftir sér. Fésbókin verður það sennilega á endanum líka. Þeir sem bera virðingu fyrir þessari fjárans bók kalla hana Fasbók eða eitthvað þaðan af verra. Einfaldast er sennilega að bregða bara fyrir sig enskunni og kalla hana Facebook. Kært barn hefur mörg nöfn segir í einhverjum fornum málshætti.

IMG 6050Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rúandabúaar eru víst eitthvert alviðkunnalegasta og heiðarlegasta fólk á jarðríki, umburðarlyndir og hjálpsamir með eindæmum. Þetta hef ég fyrir satt.

Og samt áttu einhver hryllilegustu fjöldamorð sögunnar sér stað í þessu landi fyrir furðulega fáum árum síðan.

Svona er mannskepnan óútreiknanleg, kynni einhver að segja.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.5.2020 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband