2950 - Fimmti maí

Bandarískir ráðamenn halda því fram að Kínverjar hafi leynt því hve skæð og smitnæm Covid-19 veiran væri í raun og veru, til þess að geta náð áhrifum sem víðast og okrað á útbúnaði til þess að takast á við hana. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr er greinilegt að hið nýja kalda stríð sem í uppsiglingu er mun verða milli Bandaríkjanna og Kína fyrst og fremst. Rússland og Efnahagsbandalagið munu verða á hliðarlínunni. Aðrar þjóðir og samtök skipta minna máli. Einangrunarstefna Trumps mun bíða hnekki, hvort sem það verður í kosningunum í haust eða eftir 4 ár.

Þetta hlýtur að vera einhver vitleysa. Þegar ég skoðaði Moggabloggslistann síðast var ég í níunda sæti á vinsældalistanum. Þangað ætlaði ég mér allsekki. Mér finnst óþægilegt að hugsa til þess að einhverjir taki mark á því sem ég skrifa. Þetta er hugsað sem einskonar dagbók. Þessar hugleiðingar mínar um heimsmálin og þjóðmálin eru engum ætlaðar. Þetta er opið öllum, en ekkert auglýst. Hugsanlega hafa aðrir samt áhuga á þessu. Kannski er leikurinn til þess gerður hjá mér að tekið sé mark á mér. Sínum eigin hug er erfiðast að botna í.  Í dag er 5. maí. Það er á margan hátt merkilegur dagur. En um það ætla ég ekki að fjölyrða hér.

IMG 6049Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband