2937 - Jón Loftur Árnason og Gennadi Sosonko

Draumar eru mikil heilsubót. Ekki er hægt að framkalla drauma. Hvorki hjá sjálfum sér eða öðrum. Þetta held ég a.m.k. að sé rétt. Þetta með haldið er athyglisvert, en ég ætla helst ekki að láta það afvegaleiða mig. Var að hugsa um að skrifa lítilsháttar um drauma. Virðist vera þannig að það sem skeður í draumi haldist þar og sé ekki að flækjast fyrir raunveruleikanum. Þegar þetta tvennt ruglast að einhverju leyti, er það kallað geðveiki. Hún er samt ekki alveg svona einföld. Þessi skýring á sennilega bara við um vissar tegundir geðveilu, en förum ekki lengra útí það.

Draumar eru líka óttalega fragmentaðir. Það er að segja sundurlausir. Ekki eins og raunveruleikinn sem hangir að mestu leyti saman og hefur vissan stíganda og getur farið batnandi eða versnandi eftir alvikum. Suma dreymir framhaldsdrauma. Það getur verið skemmtílegt. Engin leið er samt að vita hvenær framhaldið kemur. Skelfingar bull er þetta annars alltsmanan. Held ég ætti frekar að snúa mér að einhverju sem ég hef svolítið vit á. Kannski er það ekki svo margt, en það má prófa.

Í skákinni er ég orðinn mun lakari en ég var einu sinni. Eitt sinn keyrði ég með Jón L. Árnason og Gennadi Sosonko frá Reykjavík til Borgarness. Einhver held ég að hafi komið frá Stykkishólmi eða Grundarfirði í Borgarnes að sækja Sosonko, því hann átti að tefla fjöltefli þar. Auk þess minnir mig að mamma Jóns hafi verið með í bílnum. Gott ef hann var ekki á leiðinni í einhvern sumarbústað vestur við Arnarstapa. Held að þeir hafi báðir teflt á Reykjavíkurskákmóti þá Jón og Sosonko og að það hafi verið haldið á Loftleiðahótelinu. Til stóð að Jón L. tefldi líka fjölteflí í Borgarnesi en ekki varð úr því. Ég er eiginlega kominn dálitið frá því sem ég ætlaði segja.

Í bílnum á leiðinni höfðum við ekki um mikið að tala. Man samt eftir því að Jón og Sosonko fóru í huganum yfir einhverja skák sem báðir könnuðust við. Deildu meðal annars um einhverja ákveðna leiki í byrjuninni, en því miður gat ég lítið fylgst með því. Einhverjum hefði kannski fundist það skrítið að þeir gætu farið yfir einhverja skák í huganum frá upphafi til enda, en ekki honum mér.

Eins og mig minnir að ég hafi verið búinn að segja frá, stóð til að Jón L. Árnason tefldi fjöltefli í Borgarnesi. Af því varð ekki því aðsóknin var ekki nógu mikil. Einhver smáslatti af mannskap mætti þó, kannski svona 6-8 manns. Jón bauðst þá til að tefla blindskák við okkur alla samtímis og var það samþykkt. Ekki er að orðlengja það að stillt var upp á borðin og við settumst við þau, en Jón settist þar sem hann sá ekki á borðin. Einn okkar, sennilega hefur það verið Eyjólfur Torfi sem á þeim tíma var framkvæmdastjóri samkomuhússins, þar sem fjölteflið fór fram, náði jafntefli við Jón. Allar hinar skákirnar töpuðust. Það er að segja Jón vann þær allar án þess nokkurntíma að sjá taflið sjálft.

Eflaust hefði þetta einhverntíma verið álitið talsvert afrek. Svo var þó ekki þarna að þessu sinni. Veit ekki til þess að nokkurnstaðar hafi verið skrifaðar niður skákir sem þarna voru tefldar eða hverjir tóku þátt í þessu. Skákmeistarar hafa alltaf verið álitnir svolítið skrítnir.

IMG 6185Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband