2912 - Wuhan og Grindavík, einu sinni enn

Wuhan-vírus eða Corona-vírus. Þó mér finnist Wuhan-vírusinn vera meira réttnefni er ekki annað að sjá en nafnið Coronavírusinn sé um það bil að sigra. Þökk sé fjölmiðlum flestum. Þó mér þyki Wuhanvirusinn vera meira réttnefni verð ég víst að beygja mig fyrir ofbeldi fjölmiðlanna. Ekki er ég samt sannfærður um að þetta sé réttara. Lítilvæg er samt umræðan um nafngiftina samanborið við veikina sjálfa. Svipað má segja um Grindavíkur-gosið. Á næstu hundrað árum eða svo er líklegt að gjósi á Reykjanesi. Sagan segir okkur það. Kannski er samt ekkert að marka hana. Sennilega erum við á Akranesi betur garderuð gegn slíkri vá. (Er „garderuð“ annars ekki sletta) Ekki er ég samt að segja að það sé þessvegna sem við fluttum hingað frá Kópavogi. Heldur ekki til að auka afl atkvæða okkar um helming (eða 100%) Önnur atriði voru mun öflugri í því. Annars er þetta dæmigerð umræða um það sem engu máli skiptir.

Apropos Wuhan-virusinn. Það er næstum öruggt að þessi slæmska verður ekki að alheimsfaraldri á sama hátt og t.d. spænska veikin. Ef hann færi að breiðast út í fleiri löndum en Kína mundi ég hafa meiri áhyggjur, en þær eru næstum engar núna. Hvort þetta ár leiðir til almenns flugviskubits eða ekki er mun nærtækara til að hafa áhyggjur af. Kolefnisjöfnun okkar Íslendinga er meiri annmörkum háð en margra annarra. Ekki er endalaust hægt að halda flugferðum utan sviga. Kannski hækka flugfargjöldin bara, þó varla sé á það bætandi.

Sá sem er aðalmentor minn í bloggskrfum um þessar mundir er Jens Guð. Hann hefur haldið tryggð við Moggabloggið eins og ég. Einhverntíma minnir mig að hann hafi kommentað á bloggið hjá mér og sagst lesa það öðru hvoru. Aldrei bloggar hann um stjórnmál. Það gerði aftur á móti sá sem ég las reglulega það til fyrir skömmu. Hann bloggaði næstum eingöngu um pólitík og hét Jónas Kristjánsson.  

Kannski væri heppilegra fyrir mig að skrifa meira um sjálfan mig, en ég hef lagt í vana minn. Ekki er það vegna þess að ég áliti sjálfan mig svo merkilegan pappír, heldur aðallega vegna þess að þeir sem blogga um fréttir og stjórnmál eru svo margir að varla er á það bætandi. Flestir vilja einkum tala um sjálfa sig eða eitthvað sem þeir telja sig hafa meira vit á en aðrir. Svo eru þeir sem helst vilja tala sem minnst. Þeir eru stundum álitnir gáfaðri en aðrir. Kannski hafa þeir bara ekkert til að tala um. Og eru ekki sérfræðingar í neinu. Þó eru þeir líklega fleiri sem tala og tala eins og skrúfað sé frá krana.

Ekki þreytist ég á því að tala um Wuhan-veiruna og ýmsar nafngitir á henni. Nýjasta nafnið á henni og það sem opinberir aðilar hafa mælt með er COVID-19. Ekki veit ég hverning það nafn er tilkomið, en líklegt er samt að fjölmiðlar taki það upp. Ekki má víst styggja Wuhan-búa, en mér skilst að þeir séu talsvert margir. Þar að auki ku Córóna-veirurnar vera margar. Spænska veikin má þó áfram heita spænska veikin. Jafnvel er hugsanlegt að einhverjir fái frönsku veikina.

IMG 6402Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband