18.10.2019 | 07:45
2887 - Heimsmálin
Vel er hugsanlegt að Brexit samningurinn verði samþykktur í brezka þinginu á morgun (laugardag). Allir eru fyrir löngu orðnir hundleiðir að þess máli. Ekki síst þingmenn á brezka þinginu. Sennilega er þarna um að ræða að mestu leyti þann samning sem Theresa May var búin að gera á sínum tíma. Helsti ásteitingarsteinninn þar sneri að landamærunum milli Norður-Írlands og Írlands. Meðan bæði Írland og Brezka konungsveldið, (sem saman stendur af ríkjunum Englandi, Wales, Skotlandi og Norður-Írlandi) voru bæði í ESB var auðvitað ekki um neitt vandamál að ræða. Írar sætta sig allsekki við að þar verði landamæravarsla með hefðbundnu sniði eftir Brexit, svo líklegast er að það vandamál verði sett í salt og ráðið framúr því einhverntíma seinna, en það vildi May allsekki heyra nefnt meðan hún var við völd.
Ástandið fyrir botni Miðjarðahafs (eins og einu sinni var sagt) er allsekki gott frekar en fyrri daginn. Að sumu leyti er skiljanlegt að Tyrkir hafi viljað ráðast á Kúrda og ekki í sjálfu sér mikið við því að segja. Það eru afskipti Vesturveldanna sem hafa í áranna rás komið þessu ástandi á að mestu leyti. Þjóðirnar þarna voru afskaplega friðelskandi þangað til farið var að skipta sér af þeim. Olían sem þar er í jörðu hefur leitt til þeirrar bölvunar sem mörgum finnst hvíla á þessu svæði. Afskipti Vesturveldanna og Sameinuðu Þjóðanna hafa hleypt öllu í bál og brand á þessum slóðum.
Athyglisverð er sú kenning Mitts Romney öldungardeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda og fleiri að forseti Tyrklands hafi einfaldlega hótað Trump því að hann mundi ráðast á Kúrda þrátt fyrir stuðning Bandaríkjamanna við þá og að Trump hafi þrátt fyrir öll mannalætin lyppast niður og gert eins og honum var sagt. Tyrkir fengu að minnsta kost viku til þess að gera það sem þeir vildu helst.
Heimsstjórnmál eru á margan hátt eitt af mínum helstu áhugamálum og þau stjórnmál sem stunduð eru í litlum þjóðríkjum eins og Íslendi blikna óneitanlega í samanburðinum. Verst finnst mér hvað ég er í rauninni illa að mér um þau mál sem hafa sem mest áhrif á það sem gerist í heiminum í dag. Þekking mín á stjórnmálum annarsstaðar en í Bandaríkjum Norður-Ameríku er afskaplega brotakennd. Þetta á maður sem allt þykjist vita og skrifar oft um heimsstjórnmál auðvitað alls ekki að láta sér um munn fara. Þrátt fyrir allt held ég samt að ég sé ekkert verri en aðrir í þessu efni. Sennilega mun betri ef eitthvað er.
Ekki er með góðu móti hægt að hafa áhuga á heimsmálum án þess að velta mikið fyrir sér hvernig Kínaveldi muni þróast á næstu áratugum. Að þeim skuli hafa tekist að hafa jafnmikinn hagvöxt undanfarið og raun ber vitni, án þess að veita þegnum sínum nokkurt pólitískt frelsi er ekkert minna en stórfurðulegt. Hingað til hefur ekki náðst neinn umtalsverður hagvöxtur án slíks frelsis. Skemmst er að minnast hinna skelfilegu mistaka sem gerð voru í Sovétríkjunum sálugu.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.