2859 - Trump og Íran

Það eru víst einir 20 demókratar eða rúmlega það sem langar til að verða forsetar í Bandaríkjahreppi og eru að keppa um útnefningu flokksins þó enn sé meira en ár þangað til forsetakosningarnar sjálfar fara þar fram. Í mínum augum er þó aðeins um þrjá að ræða í þessu sambandi og ég held að þau raði sér í efstu sætin þar nú um stundir. Það eru: Joe Biden, fyrrum varaforseti, Bernie Sanders, sem reyndi sig með góðum árangri árið 2016 og Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður.

Held að ég hafi spáð Joe Biden sigri um daginn. Svolítið er ég farinn að hasast upp á honum. Vissulega er hann langefstur núna, en það er ekki að marka. Á flestan hátt er um langhlaup frekar en spretthlaup að ræða í þessu efni. Bæði Biden og Sanders eru fullgamlir til að standa í svona löguðu og jafnvel of þekktir. Hver veit nema Warren komi á óvart og sigri í þessari löngu rimmu. Og svo eru allir hinir. Einhver þeirra gæti sem best átt eftir að bæta sig verulega. „Resistance is futile. You will be assimilated“. Var svokallað battlecry hjá Cyborg í eldgamla daga. Milljarðamæringarnir munu sjá um sína. Allt eru peningar í Guðs eigin landi.

Færa má sannfærandi rök fyrir því að við Íslendingar séum með öllu þýðingarlausir í alþjóðlegu samhengi. Auðvitað lítum við alltaf fremur stórt á okkur, en í raunveruleikanum erum við afar þýðingarlitlir. Það var hlegið að Bush Bandaríkjaforseta þegar hann tilkynnti við hátiðlega athöfn að við Íslendingar værum meðal hinna viljugu þjóða. Aftur á móti nenntu fáir að hlæja þegar Halldór fann sinnepsgasið sællar minningar, enda voru margir marktækari búnir að leita án þess að finna. Oft höfum við Íslendingar orðið að gjalda fámennis okkar, þó okkur finnist sjálfum að við eigum heimsmet í flestu ef tekið er tillit til fólksfjölda. Svo er þó sjaldan, en þó kemur það fyrir ef við veljum sjálf í hverju það á að vera.

Nú þegar heimsfriðurinn virðist í þónokkurri hættu, vill Trump Bandaríkjaforseti gjarnan láta líta á sig sem boðbera friðar. Ekki fer honum það sérstaklega vel, þó hugsast geti að hann græði fáein atkvæði á því. Leiðtogar heimsins og vinstri sinnar um allan heim kunna að taka því fagnandi en óvíst er að það verði honum til framdráttar á heimavelli. Kin Jong Un ætti að kætast, því sennilega gæti hann aukið óþekktina án þess að óttast innrás ef eitthvað er að marka þessa nýjustu ásjónu Trumps.

Að troða illsakir við Íran kann að reynast Bandaríkjamönnum dýrt, einkum vegna þess að helstu bandamenn þeirra á þessu svæði eru Saudi-Arabar og Ísraelsmenn. A.m.k. er ekki annað að sjá en Saudar vilji fyrir hvern mun taka þátt í einhverskonar hefndaraðgerðum gegn Íran.

Alltaf eru það alþjóðamálin sem vefjast fyrir mér þó ég hafi afar takmarkað vit á þeim. Satt að segja virðast fáir hafa mikið vit á þeim a.m.k. eru þeir ekki sammála mér þó mér finnist það sem ég hef að segja um þau mál vera afskaplega gáfulegt.

IMG 6856Einhver mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband