22.6.2019 | 21:25
2859 - Trump og Íran
Það eru víst einir 20 demókratar eða rúmlega það sem langar til að verða forsetar í Bandaríkjahreppi og eru að keppa um útnefningu flokksins þó enn sé meira en ár þangað til forsetakosningarnar sjálfar fara þar fram. Í mínum augum er þó aðeins um þrjá að ræða í þessu sambandi og ég held að þau raði sér í efstu sætin þar nú um stundir. Það eru: Joe Biden, fyrrum varaforseti, Bernie Sanders, sem reyndi sig með góðum árangri árið 2016 og Elizabeth Warren, öldungardeildarþingmaður.
Held að ég hafi spáð Joe Biden sigri um daginn. Svolítið er ég farinn að hasast upp á honum. Vissulega er hann langefstur núna, en það er ekki að marka. Á flestan hátt er um langhlaup frekar en spretthlaup að ræða í þessu efni. Bæði Biden og Sanders eru fullgamlir til að standa í svona löguðu og jafnvel of þekktir. Hver veit nema Warren komi á óvart og sigri í þessari löngu rimmu. Og svo eru allir hinir. Einhver þeirra gæti sem best átt eftir að bæta sig verulega. Resistance is futile. You will be assimilated. Var svokallað battlecry hjá Cyborg í eldgamla daga. Milljarðamæringarnir munu sjá um sína. Allt eru peningar í Guðs eigin landi.
Færa má sannfærandi rök fyrir því að við Íslendingar séum með öllu þýðingarlausir í alþjóðlegu samhengi. Auðvitað lítum við alltaf fremur stórt á okkur, en í raunveruleikanum erum við afar þýðingarlitlir. Það var hlegið að Bush Bandaríkjaforseta þegar hann tilkynnti við hátiðlega athöfn að við Íslendingar værum meðal hinna viljugu þjóða. Aftur á móti nenntu fáir að hlæja þegar Halldór fann sinnepsgasið sællar minningar, enda voru margir marktækari búnir að leita án þess að finna. Oft höfum við Íslendingar orðið að gjalda fámennis okkar, þó okkur finnist sjálfum að við eigum heimsmet í flestu ef tekið er tillit til fólksfjölda. Svo er þó sjaldan, en þó kemur það fyrir ef við veljum sjálf í hverju það á að vera.
Nú þegar heimsfriðurinn virðist í þónokkurri hættu, vill Trump Bandaríkjaforseti gjarnan láta líta á sig sem boðbera friðar. Ekki fer honum það sérstaklega vel, þó hugsast geti að hann græði fáein atkvæði á því. Leiðtogar heimsins og vinstri sinnar um allan heim kunna að taka því fagnandi en óvíst er að það verði honum til framdráttar á heimavelli. Kin Jong Un ætti að kætast, því sennilega gæti hann aukið óþekktina án þess að óttast innrás ef eitthvað er að marka þessa nýjustu ásjónu Trumps.
Að troða illsakir við Íran kann að reynast Bandaríkjamönnum dýrt, einkum vegna þess að helstu bandamenn þeirra á þessu svæði eru Saudi-Arabar og Ísraelsmenn. A.m.k. er ekki annað að sjá en Saudar vilji fyrir hvern mun taka þátt í einhverskonar hefndaraðgerðum gegn Íran.
Alltaf eru það alþjóðamálin sem vefjast fyrir mér þó ég hafi afar takmarkað vit á þeim. Satt að segja virðast fáir hafa mikið vit á þeim a.m.k. eru þeir ekki sammála mér þó mér finnist það sem ég hef að segja um þau mál vera afskaplega gáfulegt.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Blogg
- Áslaug Benediktsdóttir
- Harpa Hreinsdóttir
- Atli Harðarson
- Anna K. Kristjánsdóttir
- Erlingur Brynjólfsson
- Nanna Rögnvaldardóttir
- Þórunn Sigurjónsdóttir
- Susan Polgar
Skák
Ýmislegt
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Bloggvinir
- Anna Einarsdóttir
- Umsjónarmenn blog.is
- Egill Jóhannsson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigríður Jósefsdóttir
- Arnþór Helgason
- Birgitta Jónsdóttir
- Lýður Pálsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Gylfi Guðmundsson
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Villi Asgeirsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson
- Egill Bjarnason
- Jóhann Björnsson
- Ólafur fannberg
- TómasHa
- Ágúst H Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Ragnheiður
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kári Harðarson
- Eiríkur Mörk Valsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ridar T. Falls
- Konráð Ragnarsson
- Vefritid
- Svanur Sigurbjörnsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Pawel Bartoszek
- Haukur Nikulásson
- Bjarni Harðarson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Ómar Ragnarsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- AK-72
- Sigurður Ingi Kjartansson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Þórarinn Þ Gíslason
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Púkinn
- Lady Elín
- Kolbrún Baldursdóttir
- Jens Guð
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Bjarnason
- Ár & síð
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Benedikt Henry Segura
- Marinó G. Njálsson
- Theódór Norðkvist
- Jón Ingvar Jónsson
- Gunnar Þórðarson
- Ólafur Fr Mixa
- Gíslína Erlendsdóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Heimir Tómasson
- Guðmundur Pálsson
- Ólafur Ragnarsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- G. Valdimar Valdemarsson
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Gestur Gunnarsson
- Óskar Þorkelsson
- Ylfa Mist Helgadóttir
- Kristinn Theódórsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Lýður Árnason
- Brattur
- Marta B Helgadóttir
- Hallmundur Kristinsson
- Sigurður Hreiðar
- Eyþór Árnason
- Bergur Thorberg
- kloi
- Hjalti Tómasson
- Kristjana Bjarnadóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Máni Ragnar Svansson
- Emil Hannes Valgeirsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Torfi Kristján Stefánsson
- Haukur Baukur
- Sverrir Stormsker
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Helga Kristjánsdóttir
- Loopman
- Einar B Bragason
- Erna Bjarnadóttir
- Ólafur "Tröllabarn" Georgsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Gísli Tryggvason
- Helgi Guðmundsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Briem
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Himmalingur
- Ketill Sigurjónsson
- Sæmundur Bjarnason
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Bjarni Rúnar Einarsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Bókakaffið á Selfossi
- Guðni Karl Harðarson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson)
- Marteinn Unnar Heiðarsson
- Einar G. Harðarson
- Bloggrýnirinn
- kreppukallinn
- Jack Daniel's
- Guðjón Baldursson
- Már Wolfgang Mixa
- Dóra litla
- hilmar jónsson
- Hörður B Hjartarson
- Kristín Bjarnadóttir
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Baldur Hermannsson
- Eygló
- Finnur Bárðarson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Loftslag.is
- Jón Daníelsson
- Elín Helga Egilsdóttir
- Helga Þórðardóttir
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Leikhópurinn Lotta
- Dúa
- Hulda Haraldsdóttir
- Kama Sutra
- Bjarni Kristjánsson
- Kristinn Theódórsson
- Blogblaster
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Andspilling
- Valmundur Valmundsson
- Dingli
- Kristinn Karl Brynjarsson
- Sigurður Einarsson
- Mathieu Grettir Skúlason
- Árni Matthíasson
- BookIceland
- FORNLEIFUR
- Guðbjörn Jónsson
- Högni Snær Hauksson
- Ingólfur Sigurðsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Siglaugsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.